Morgunn


Morgunn - 01.12.1996, Page 11

Morgunn - 01.12.1996, Page 11
Guðjón Baldvinsson: Efnið og andinn Rœtt við Guðmund Einarsson, verkfrœðing og fyrrverandi forseta Sálarrannsóknafélags íslands. Litróf mannlífsins er margvíslegt og misjafnt það sem mennirnir fást við. Sumir líða áfram á sínum afmörkuðu brautum og fara lítt eða ekki út fyrir þær. Aðrir, aftur á móti, koma víða við á vegferð lífsins og láta sér fátt óviðkomandi. Snertipunktarnir hjá slíkum við líf og persónur geta því orðið býsna margir og áslátturinn á nóturnar í sin- fóníu lífsins, litríkur og gefandi. Einn af þeim, sem þannig ferðast í gegnum lífið er Guðmundur Ein- arsson, sem reyndar er sjaldan nefndur án starfsheitis síns, en hann er vélaverkfræðingur. Guðmundur erjýrir allnokkru orðinn vel kunnur fyrir marg\nslegfé- lagsmálastörf sín, þó ef til vill megi segja að einna kunnastur sé hann fyrir störf sín að málefnum spíritismans á lslandi og þarf því tæplega að kynna hann mikið fyrir lesendum Morguns. Hann er maður sem jafnan gengur glaðbeittur til verks, er dagfar- sprúður og það vekur jafnan athygli manns hversu jákvæða afstöðu hann tekur til flestra þeirra viðfangsefna sem við er að fást hverju sinni, stórra sem smárra. Hefur hann enda stundum staðið í ströngu og lent í eldlínunni, eins og það er kallað, og stundum verið fenginn til þess að vera sáttasemjari í erfiðum deilumálum. Fyrir nokkru síðan átti ég spjall við Guðmund um það helsta sem á daga hans hefur drifið og um þátt sinn í spíritískum málum fórust honum svo orð: MORGUNN 9

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.