Morgunn


Morgunn - 01.12.1997, Side 5

Morgunn - 01.12.1997, Side 5
Guðjón Baldvinsson: Ritstj órarabb Ágœtu lesendur Staða sálarrannsókna í dag og nánustu framtíð. Meðal efnis Morguns að þessu sinni er stutt grein um nýlegar rannsóknir á því sem ég hef valið að kalla „litsýn“ á íslensku. Eins og fram kemur í greininni, þá er hér átt við þann hæfileika sumra einstaklinga að sjá flest sem þeir skynja sem afbrigði lita, þ.m.t. orð, bókstafi, bragð og hljóð. Rannsóknir vísindamanna hafa snúist um það að finna út hvar í mannsheilanum þessi eiginleiki verður til og hvernig. Þessi hæfileiki að sjá t.d. tónlist í litum, jafnvel tilfinn- ingar, hygg ég að sé nokkuð þekktur hjá ýmsum miðlum þó þeir séu ekki nefndir sérstaklega í greininni, enda hefur það nú ekki talist sérlega „vísindalegt" hingað til að nefna þá beint í sambandi við „alvarlegar vísindarannsóknir,“ hvað svo sem um það mætti svo segja að öðru leyti. En hvað svo sem því líður, þá held ég að segja megi að þær niðurstöður, sem menn eru að fá í þessum rannsókn- um, séu afskaplega merkilegar og verulegt skref í áttina til þess að sannreyna ýmislegt af því sem svo kallað dulrænt fólk hefur staðhæft að það sjái. Það er kunn staðreynd að vísindamenn telja almennt að MORGUNN 3

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.