Morgunn


Morgunn - 01.12.1997, Page 15

Morgunn - 01.12.1997, Page 15
Ritsljórarabb maðurinn lætur að því liggja að málið sé að miklu leyti í höndum og á valdi þeirra fyrir handan. Þeirra yfirmaður er LÖGMÁLIÐ alls og allra og þar við situr. Hver þess áætlun er vitum við ekki á þessu stigi og ekki þeir heldur á þeim sem næst eru jarðsviðinu. Gæti það verið að næsta stóra skref í sambandssögu mannkyns jarðar við meðbræður sina handan móðunnar miklu, eins og það er stundum kallað, muni felast í upp- götvunum á leyndum hæfileikum heila okkar og aðferð- um til þess að örva þær stöðvar hans, sem tengt geta saman víddir tveggja eða fleiri heima? Að kenningar spíritismans hafi og séu m.a. að miða að því að undirbúa mannkynið undir þann möguleika? Áætlun spíritismans er að sjálfsögðu mun víðar í gangi en bara innan þeirra félaga sem kennd eru við nafn hans. Starf sálarrannsóknafélaga er mjög líklega aðeins einn hluti þeirrar áætlunar. Vísindamennirnir eru greinilega virkjaðir í þeirri áætlun einnig, hvað sem hver segir. Og þegar þar að kemur, fyrr eða síðar, að þroski og upp- götvanir leyfa það að huliðstjald heimanna lyftist, þá verður ekki annað sagt en að fræðsla sú og undirbúningur, sem falist hefur og felast mun i starfssemi spíritista, sé aldeilis mikilvægur og traustur grunnur undir það, sem koma skal. Sterkur þáttur í vefnaði þeirrar stórkostlegu áætlunar, sem huliðsöfl alheimsverundarinnar vinna að varðandi jörð og mannkyn. Ýmsar spurningar vakna að sjálfsögðu í sambandi við þennan möguleika þessara mála, en m.a. plássins vegna læt ég þær bíða betri tíma. Ritstjórarabbið er enda orðið með lengra móti í þetta sinn og mál að linni. MORGUNN 13

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.