Morgunn - 01.12.1997, Page 41
Að flytja hluti í gegnum
útvarpsbylgjur
eða síma er mögulegt
Innan spíritismans hefur lengi verið þekkt það fyrirbæri að
hlutur er afefnaður á einum staö og byggður upp aftur á allt
öðrum. Þessi fyribæri áttu sér t.d. stað hjá Indrióa miðli.
Og kunn eru tilfelli þar sem miðlar hafa verið fœrðir úr
jökkum, þó þeir vœru vafðir böndum og íklœddir smáriðnum
netum. Sumir geta jafnvel kallað fram hluti sem enginn veit
hvaðan eru komnir.
ísindamenn hafa, svo sem venja þeirra er til, ekki
gert mikið með þetta og yfirleitt reynt að finna
▼ því einhverja skýringu tengda störfum sjón-
hverfingamanna. En nú kann ef til vill svo að fara að þar
verði senn nokkur breyting á, sem enn og aftur færir
sönnur á að ýmis fyrirbæri spíritismans og miðla hans, eru
raunveruleg og í flestum tilfellum, langt á undan þekk-
ingu jarðneskra vísindamanna.
Þeir hafa hingað til talið möguleikann á flutningi hluta
án þess að þeir væru snertir, væri ekkert annað en
ímyndun. En nú er tæknin byrjuð að afsanna þessa full-
yrðingu. í grunnatriðum byggist málið á því að skanna inn
hlut, sem síðan er fluttur til móttakara eftir simalínum eða
útvarpsbylgjum. Þar eru hin fluttu gögn notuð til þess að
byggja upp aftur afrit af frumhlutnum, atóm fyrir atóm.
IBM tölvufyrirtækið er byrjað að þróa þennan
MORGUNN 39