Morgunn


Morgunn - 01.12.1997, Side 66

Morgunn - 01.12.1997, Side 66
Hvað sögðu þau um spirílismann? myndum þess og á öllum tilverustigum séu fyrirbæri orkunnar á mismunandi öldutíðni hennar. Eg trúi því að maðurinn sé ekki fyrst og fremst líkami og sál, eins og okkur er tamast að hugsa, heldur sé hann fyrst og fremst sjálfstæður, ódauðlegur andi (egó) sál og líkamir. Ég trúi því að maðurinn sé þegar í jarðlífinu, búinn öllum þeim líkömum, sem honum er ætlað að lifa í og starfa á öllum tilverustigum hans, sem framundan eru. Ég trúi því að kærleikurinn sé undirstöðuverund alls siðgæðis; að fullkominn kærleikur manna á milli og æðsta viska, sem mönnunum kann að verða leyft að ná, sé hæsta stefnumark alls mannkyns. Ég trúi ekki á Jesúm Krist eins og guð, en ég trúi því, að hann sé einn af þeim háu sendiboðum, sem almættið hefir sent til jarðarinnar mönnunum til hjálpræðis. Fyrir því elska ég hann og tilbið. Ég trúi því að Kristur hafi flutt mönnunum fagnaðar- erindi kærleikans og réttlætisins og að hver sá maður, sent gefur gaum að kenningum hans, trúir þeim og breytir eftir þeim, eigi auðfarnari leið til sáluhjálpar. Svo bíð ég átekta. 64 MORGUNN

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.