Morgunn


Morgunn - 01.12.1997, Side 70

Morgunn - 01.12.1997, Side 70
Ljósverur: englar eða anclar? sögðust hafa verið með mér um alla eilífð, og hefðu verið verndarenglar mínir í jarðlífinu. “ Bls. 103: „...Eg sá engla, sem þutu til þess að svara bœnunum. Skipulag þeirra miðaði að því að veita eins mikla hjálp og mögulegt var. / starfi sínu innan þessa bandalags þá flugu þeir bókstaflega frá manni til manns, frá bœn til bœnar, og fylltust kœrleika og gleði af starfi sínu. “ Bls. 120: Kveðjan. „...skyndilega var ég umkringd af englum. Þeir voru geislandi aflífi ogfjöri, ánœgðir með þá ákvörðun mína að snúa aftur. Eg heyrði fagn- aðarlœti þeirra, sem studdi mig með kœrleika og hvat- ningu... Eg leit í síðasta sinn á hina eilífu vini mína, konurnar tvœr, sem leiðbeindu mér, trygga þjónustu- englana mína þrjá og marga aðra, sem ég hafði þekkt og elskað. “ Ljósverurnar, sem höfundurinn lýsir sem „gömlum mönnum“ eða „konunum tveimur,“ er ekki annað hægt en að rekja til strangs, kristilegs uppeldis hennar. Spíritisti myndi á hinn bóginn einfaldlega hafa lýst þeim sem „ljós- verum“ eða „upplýstum vinum.“ Sá, sem kunnur er hugmyndum um líf eftir dauðann, endurholdgun og dulræn samskipti, myndi taka á móti ljósverunum með háleitri virðingu en ekki óttablandinni lotningu. Ekki mundu þær heldur vera kallaðar „guð- dómlegar,“ „Guðs náð,“ eða ávarpaðar á annan áþekkan, lotningarfullan hátt. Með því að lýsa á myndrænan hátt mjög raunhæfri mynd af framgangi andlegrar þróunar, þá hjálpa kenningarnar manneskjunni að þróa hlutlæga til- finningu fyrir sjálfri sér og fá heildarsýn af þeirri tjarlægð sem skilur okkur frá sviðum engla. Þær kynna líka heilbrigðan snert af efasemdum um yfirlýsingar varðandi 68 MORGUNN

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.