Morgunn


Morgunn - 01.12.1997, Page 79

Morgunn - 01.12.1997, Page 79
Afangaskýrsla rannsóknanefndar SRFI starf 20. október s.l., og var unnið að því látlaust á vikulegum fundum allt fram til jóla og var könnunin send út með fréttabréfi félagsins um mánaðamótin janúar/ febrúar á þessu ári. Reyndist þetta verkefni svo viðamikið og tímafrekt að ekki var unnt að sinna öðrum viðfangs- efnum á meðan á undirbúningi þess stóð. Út voru sendir tæplega 1000 spurningalistar og munu heimtur vera, þegar þetta er skrifað, rétt um 450, en að mati sérfræðinga urn svona kannanir, munu heimtur þurfa að vera um 50% svo hún megi teljast marktæk. Erum við því nú um þetta leyti að senda út sérstaka ítrekun til félagsmanna um að þeir, sem ekki hafi þegar sent inn svöruðum listum, bregðist nú vel við og sendi inn lista sína. Ekki höfum við enn ákveðið hvort gerð skuli sams konar könnun skv. úrtaki úr þjóðskrá til samanburðar, en fróðlegar niður- stöður gæti slíkt gefið. Hafinn er undirbúningur að tölvutekt könnunarinnar og hefur þar m.a. verið haft samráð við Skáís og Stefán Ólafsson lektor. Sigurður Rúnar mun annast framkvæmd tölvuúrvinnslunnar. Teljum við könnunina vera nokkuð ítarlega og geta m.a. orðið félaginu til mikils gagns og upplýsingar. Má þar nefna m.a. svör við spurningum um stöðu félagsins gagn- vart hinum almenna félagsmanni og hvað honum finnst um félagið. Hvar leitar fólk eftir fræðslu, er það í gegn um félög, námskeið eða bækur? Hversu virkt er fólk hvað varðar dulræna hæfileika. Er það í félaginu vegna þess að það hefur fundið fyrir slíkum hæfileikum sjálft eða bara af einskærum áhuga og fróðleiksfýsn? Er þjóðtrú ennþá virkur þáttur í lífi fólks? Trúir fólk almennt á lækninga- miðla og spáfólk? Telur það sig hafa haft gagn af slíkum? Hefur fólk trú og áhuga á draumum? Hvernig eru viðhorf MORGUNN 77

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.