Viðar - 01.01.1938, Page 7
Viðar]
Fátt eitt um Viðar og héraðsskólana.
Eftir Þórodd Guðmundsson.
Það fer margt öðruvísi en ætlað er. Svo er um efni og
útgáfu „Viðars“. Efni hans að þessu sinni fullnægir eklci
fyrirœtlunum og tœpast áður gefnum loforðum. Og útgáf-
an er nokkuð á aðra lund en verða átti.
Það, sem á vantar efnið, er einkum tvennt: Annað er
það, að greinaflokkurinn: „Frá útlöndum“ gat ekki kom-
ið að þessu sinni. Hitt er vanrækslusynd. Áformað var, að
1 þessum árg. byrjuðu minningargreinar um frumherja
a^Þýðuskólahreyfingarinnar hér á landi. En úr því gat
ekki orðið. — Þessu tvennu veldur ein og sama orsök.
Akvörðun ritnefndar „Viðars“ um framtíð hans, ritstjórn
°<? útgáfu var svo seint tekin á árinu, að enginn tími
vannst til nauðsynlegra ráðstafana hér að lútandi. En á
nœsta ári mun verða úr þessu bœtt.
Sagt hefir verið frá því áður, að Eiðaskóli mundi verða
þátttakandi í útgáfunni. Hlutdeild hans og samvinna við
hina skólana hefst nú að þessu sinni, þótt eigi sé hann
héraðsskóli og lúti öðrum lögum.
í stuttri inngangsgrein að II. árg. var getið um nokkur
atriði og umbætur, er gerzt höfðu á s.l. ári í sögu héraðs-
skólanna, „Viðars“ og alþýðumenntunarinnar. Fœri vel á
því, að yfirlit birtist árlega um þá hluti. Raunar má lesa
margt af því tœi út úr skólaskýrslunum og öðru, sem hér
er prentað. Þó skal athygli vakin á þessu:
Kennarafundurinn á Laugum 2.—4. júlí var án efa þýð-
ingarmikill fyrir framtíð þessa rits og samhug og samtök