Viðar - 01.01.1938, Blaðsíða 8
6
FÁTT EITT UM VIÐAR OG HÉRAÐSSKÓLANA [Viöar
héraðsskólakennara og afstöðu þeirra til nemendasam-
handanna, þótt eigi verði um það fjölyrt hér.
Mót norrœnna sögu- og móðurmálskennara var haldið
að Laugarvatni 12.—19. júlí fyrir tilstuðlan Norræna fé-
lagsins. Voru þátttakendur 53 frá öllum Norðurlöndum.
Þar voru flutt erindi um menningarmál, umrœðufundir
haldnir um norrœna samvinnu, kennaraskipti og sögu-
kennslu, skemmtikvöld höfð og skemmtiferðir farnar.
Voru útlendu gestirnir afar hrifnir af komu sinni og dvöl.
Umbœtur miklar hafa í sumar verið gerðar við suma
skólana. Mest kveður að húsaaukningu í Reykholti, vegna
skorts á heimavistum og aukinnar vinnukennslu. Mun síð-
ar nánar gerð grein fyrir því. Viðbótarbyggingar hafa og
verið gerðar að Reykjum og ef til vill víðar. Það má og
teljast til tíðinda, að byggð hefir verið sundlaug í Varma-
hlið í Skagafirði, og mun það eiga að vera upphaf að
vœntanlegum héraðsskóla Skagfirðinga. En hreyfing er
komin á, að hann verði reistur á þeim stað. Stofnað hefir
verið til happdrœttis til ágóða fyrir sjósundlaugina. við
Reykjaskóla. Hafa margar stofnanir, félög og einstakir
menn milli Norðurfjarðar og Skagastrandar gefið því
gjafir. Einnig hafa margir Reykvíkingar rétt happdrætt-
inu hjálparhönd. Áætlað kostnaðarverð sjósundlaugarinn-
ar er kr. 20.000.00. Á Reykjum er 99° heitur hver rétt við
sjó. Loks má geta þess, þótt það snerti eigi héraðsskólana
beinlínis, að byggð hefir verið í sumar endurvarpsstöð á
Eiðum, og nýtur hún orku frá hinni miklu rafstöð skólans.
Af þessu sést, að eigi er allt með kyrrum kjörum hið
ytra með héraðsskólunum. Menningarstarfi þeirra skai
hér ekkert vitni borið, enda ekki vettvangur til að rök-
ræða það. Mun reynslan í því efni, sem öðru, fella sinn dóm.