Viðar - 01.01.1938, Síða 14
12
APAR OG MENN
[Viðar
mennsku eru engin takmörk sett. Meztísarnir kvelja,
drepa og flá höfuðleðrið af öllum þeim hvítum mönnum,
sem þeir ná í, en konunum ræna þeir og blanda við þær
blóði. Hreinir Indíánar eru að hverfa úr skógum þessum,
og hvítir menn fá ekki friðland í nánd við þá. í stað þess
magnast þarna siðspillt þjóð, sem er á hraðri leið til villi-
dýralífsins.
En það þarf ekki að sækja dæmi um hnignun þjóðflokka
og einstaklinga til Suður-Ameríku. Margt bendir á, að
hvítir menn í Norðurálfu og víðar séu sömu afturförinni
háðir. í skuggahverfum stórborga gefur að líta fjölda
manna, ofurseldan eymd hungurs og áþjánar, villidýr í
mannsmynd, sem lifa lífi moldvörpunnar í yztu myrkr-
um. Þar þróast glæpalíí' eins og illgresi, sem kæfir nytja-
gróður. Þar er kynspillingin orðin að átumeini. Þar ráfa
apar í mannsmynd um óræktarskóga miljónaborganna.
Hjá þessu er það lítillar eða engrar minnkunnar vert,
þótt ættir okkar megi rekja til lítilsigldra forfeðra. Það
er einungis hégómlegt metnaðarmál, sem er þó naumast
réttur skilningur í lagður.
„En hitt er þó langt um verri sjón að sjá,
að synir manna verði að heimskum öpum“.
— Þann dag í dag lifa miljónir manna lífi, sem er í fáu
öðru verulega frábrugðið lífi dýra, en svikum og óheil-
indum.
Og þó að því sé sleppt, þá birtist apahátturinn alls
staðar. Einn reynir að feta í fótspor annars, ekki til þess
að fylgja góðu fordæmi, heldur til þess að vera eins og
aðrir. Hann hefir sama göngulag og þeir, tekur ofan hatt-
inn sinn eins og þeir, veifar stafnum sínum eins og þeir.
Þjóðirnar fylgja sömu stefnu. Ein fer að dæmi annarar í _
einvaldskugun þrældóms og ófrelsis. Þær fjandskapast
hver við aðra, seilast til fjár og valda og kæfa frjóanga
frjálsrar hugsunar. Þœr taka það hver eftir annari að
leggjast á lítilmagna, girða sig tollmúrum og hervæðast,