Viðar - 01.01.1938, Page 15
Viðar]
APAR OQ MENN
Í3
Og svo senda nokkrir valdafíknir glæframenn miljónir
saklausra manna á vígvellina, til þess að drepa menn,
sem líka eru saklausir.
En þótt deildar kunni að vera skoðanir um stjórnarfar
í löndunum, þá verður ekki á móti því mælt, að allar
þessar eftirlíkingar þrengja allmjög að einstaklingseðli
manna. Almenningsálit og fjöldaáhrif eru að draga fjöður
yfir fjölbreytnina og sérkennin. Þau eru að draga úr
mannslundinni og skapgerðarþroskanum.
Þessi saga er að vísu ekki ný. Vísast er hún jafngömul
mannkyninu. Tvær meginstefnur hafa jafnan mátt sín
mikils, stefna vaxtar og vanþroska, stefna einstaklings-
hyggju og eftirlíkinga. Alltaf hefir stefna eftirlíkinga og
leiðitemi við skuggavöld afturhaldsins mátt sín mikils og
svæft vaxtarviðleitnina svefnhöfgi. Þessvegna hafa frum-
leikinn og sköpunargáfan átt svo erfitt uppdráttar. Þess-
vegna hafa oft sigrað vondra manna ráð. Þessvegna „ráfa
nú apar um óræktarskóga, / en urðu ekki menn“.
— Tækni nútímans hefir a. n. 1. svift af mönnum oki
þrældóms og erfiðis. Hún hefir sigrast á fjarlægðunum,
gert háfjöllin kleif og eyðimerkur auðfarnar. Hún hefir
„slegið brú yfir höf“ og byggt „veg undir, veg yfir og veg
á alla vegu“. Afdalabóndinn og útskagabúinn eru nú svo
að segja komnir inn í hringiðu umheimsins. Hallir rísa í
stað lágra hreysa. Vélar og vatnsveitur breyta auðnum 1
akurlönd. Læknavísindin sigrast á mannlegum meinum.
Þetta eru fagnaðarefni.
Vel sé raforku og vélveldi! Heill víðvarpi, eimskipum
og flugvélum, sem „mynda meginþráð yfir höfin bráðu“.
Lifi menntastofnanirnar og aukist vegur vísindanna! En
ekki á kostnað manngildisins. Ég fagna nýjum hræring-
um, sem berast hingað á vængjum vindanna og öldum
Atlantshafsins. En máttur þeirra má ekki knýja neina
Gróttakvörn. Bylgjur þeirra mega ekki skola burtu nein-
um menningarverðmætum.
En þær eru fánýtar framfarirnar, ef kjör mannanna