Viðar - 01.01.1938, Page 16
14
APAR OG MENN
[Viðar
batna ekki. Það stoðar lítið að lækna sjúka og draga úr
framrás drepsótta, ef menn hrynja niður úr hungri og
fyrir eiturgasi og fallbyssukúlum. Það er lítils virði að
efld sé menntun og aukin mannréttindi, ef manneðlið
sjálft tekur engum breytingum til bóta. — íbúum landa,
sem eru of þýttbýl fyrir, fjölgar um miljónir á ári. Yfir-
völdin standa ráðþrota og vita ekki, hvað á að gera við
alla þessa menn. Og þó stuðla sumir þjóðhöfðingjar blátt
áfram að mannfjölgun og veita verðlaun fyrir barneignir.
Það er engin þörf á fleiri mönnum. En það er brýn þörf
á betri mönnum. Það er engin þörf á aukinni framleiðslu
sem látin er fúna niður í kornhlöðum og vöruskemmum.
En það er þörf á betri framleiðslu. Þjóðirnar hafa ekkert
með aukið vinnuafl og fleiri vélar að gera, en þær þurfa
að draga úr þjáningum og bæta kjör.
Eitt höfuðeinkenni nútímans er hraði í öllum athöfnum.
Og með aukningu hans hafa þjóðirnar nálægst hver aðra
meir en áður. Þetta gæti haft í för með sér gagnkvæm
menningaráhrif. En í reyndinni virðist nabýlið hafa
valdið versnandi sambúð þeirra. Þær hafa tekið það' hver
upp eftir annari að láta sér koma illa saman, eins og
krakkar. Logar haturs og lævísi hafa aldrei brunnið betui
en nú. Tæknin hefir verið tekin í þjónustu glæframanna,
sem byrla þjóðfélögunum eitur.---------
Vélveldið er engin menning í sjálfu sér, og þarf ekki
einu sinni að hafa menningu í för með sér. Það er allt
undir mönnunum sjálfum komið. Stofumenn og lærdóms-
garpar nútímans eru e. t. v. ekkert menntaðri menn né
betri en steinaldarmennirnir, forfeður þeirra, voru fyrir
þúsundum ára. Og það er vafasamt, að sumir þeirra séu
á nokkurn hátt göfugri en blámenn þeirra og bandingjar
í öðrum heimsálfum. En milli þeirra er djúp óréttar og
undirokunar staðfest. Og hvorugur brúar það. Annar aðil-
inn getur það ekki, hinn vill ekki gera það.
Fyrir nokkrum árum voru norsk börn suður við Ind-
landshaf að leika sér við Malaja-börn. „Hvor finnst ykk-