Viðar - 01.01.1938, Page 17
Viðar]
APAR OQ MENN
15
ur nú fallegri, við eða þið?“ spurðu norsku börnin litlu
blökkumennina. Þeim var svarað á þessa leið: „Þegar þið
komið til Himnaríkis, þá verðið þið nú falleg líka“. Hve-
nær láta þjóðirnar hver aðra njóta sannmælis á þenna
hátt?
--------Ég ætla að víkja fáum orðum að Islandi og ís-
lendingum. Þeir eru svalir vindarnir hér og veturnæt-
urnar dimmar. Sunnanblærinn er farinn að kólna, þegar
hann kemur norður að heimskautsbaug. Hér eru engir
aldinskógar sé sjálfsánir akrar. En hernaðaræði og kyn-
þáttaofsóknir hafa ekki gripið okkur enn. Við erum ekki
ennþá farnir að taka það upp eftir öðrum þjóðum að kæfa
frjóanga frjálsrar hugsunar með einvaldskúgun. Við
sleppum ekki öllu inn um gluggana, sem sunnanvindur-
inn flytur hingað. Frelsið virðist eiga hér ennþá lítið en
öruggt vígi.
ísland er ekkert apamannaland né héra heimkynni.
Hér eru engir frumskógar flæktir veikbyggðum trjám og
vafningsviðum. Bjarkirnar okkar verða að standa gegn
stormi og fannkingi af eigin ramleik. Annars myndu þær
ekki geta staðið. Skógartrén hérna berjast ein til hinztu
þrautar. Þau semja sig ekki að siðum erlendra trjáa.
íslenzku fjöllin eru byggð úr innlendum, sterkum steini.
Stormar og hafbylgjur vinna lítið á hnjúkum þeirra og
hömrum við ströndina. Jöklarnir halda velli í baráttu
sinni við suðræn áhrif. Og jarðeldarnir, þótt ægilegir séu,
eru alltaf að byggja upp það, sem eyðingaröflin rífa nið-
Ur. Miðnætursólin vakir yfir ’landinu á vorin og norður-
ljósin sveipa það silfurbjarma.
Öldum saman hafa sérstæð menningarverðmæti verið
okkur „langra kvelda jólaeldur“. Sí-ung list, ósigrandi
orka í baráttu við eld og ís — og trú á sjálfa sig hefir
gefið þjóðinni lífs- og tilverurétt, allt byggt á mannslund
göfugra manna af góðu þjóðerni. íslenzkir landnemar fet-
uðu í engra fótspor. Stofnendur þjóðríkisins ekki heldur
og allra sízt sagnaritararnir. Öldum saman hafa menn og