Viðar - 01.01.1938, Page 18
16 APAR OG MENN [Viðar
konur þreytt einvígi við óheillaöfl og borið sigur úr být-
um. Þúsundir hetjusagna, sem hvergi eru skráðar, hafa
gerzt. Söguhetjurnar hafa ekki verið neinir a-pamenn.
Þær iðkuðu engar eftirhermur. Þær fóru ekki að dæmi
neinna annara söguhetja, heldur fóru sínar eigin götur.
Þessvegna voru þær hetjur.
íslendingar eru einstaklingshyggjumenn og hafa alltaf
verið það. Þau sérkenni hafa þróast í skauti landsins og
vaxið upp af stofni ættar þeirra. Þeir eiga við örðug öfl
að etja. Frostin og ísinn hafa ekki sett neinn mildisvip á
þá. Kolsvart skammdegismyrkur og gráviðri skapa aldrei
létta lund né bjarta sýn. Menjar íslenzkra stórhríða og
stórviðra birtast í veðurbörnum andlitum. Aldagömul ein-
angrun skapar hjárænuhátt.
En öllu þessu fylgir þó stundum undramikil birta mið-
nætursólar, norðurljósa og stjörnuskins.
Einu sinni var ég staddur á suðurbrún Dyngjufjalla.
Aldrei, hvorki fyrr né síðar, hefi ég séð slíkan æfintýra-
heim ljóss- og litadýrðar. Öræfin, svo langt sem augað
eygði, voru böðuð í sumarsólskfni. Það sindraði á 'árnar
líkt og perlubönd. Roða sló á hnjúka og hraundranga fjær
og nær, sem minntu helzt á kynjamyndir álfa- og trölla-
sagna. Þeir vörpuðu skuggum yfir sandana og auðnirnar.
í fjarska breiddi Vatnajökull úr sér líkt og ómælanlegur,
hvítur dúkur. En yfir hvelfdist safírblár vorhiminn. Áhrií
slíkra stunda fyrnast aldrei. Þau eru eilíf.
Hver veit, hvern þátt þau hafa átt í því að skapa ljós-
heim smala og fjallafara? Hver veit, hvern þátt þau hafa
átt í því að skapa dulræni álfasagna og æfíntýra? Getur
ekki hrynjandi íslenzkrar tungu og íslenzkra þjóðlaga
hafa verið stilltur við strengi fossa og elfa? E. t. v. hafa
þessi áhrif gefið listræni þjóðarinnar dýpt og víð-
feðmi. —-------
Þrátt fyrir aldagamla útilokun og íhald og ofurmagn
neikvæðra náttúruafla, eiga íslendingar enn í fari sínu
viljann til vaxtar. Þeir hafa getað lært sitt af hverju i