Viðar - 01.01.1938, Síða 19
Viðarj
APAR OQ MENN
17
tækni, án þess að tapa í menningu. Þeir hafa getað farið
að dæmum sér vitrari þjóða, án þess að láta apaháttinn
gera sig að þrælum.
Sjálfir búa.þeir yfir sömu frjósemi og gróðurmagni sem
lyngmóarnir og birkitrén, sem sprengja brumin á vorin
og láta safann stíga upp í efstu greinar. Þeir eiga vaxtar-
þrá eins og frjóangarnir í móunum hérna kringum Eiða,*)
sem bíða þess eins, að land þeirra sé friðað, svo þeir fái
að vaxa og verða að stórum trjám. En skógartrén eru
ekki ein um það að vilja verða stór.
Hg veit, að hlutskipti atvinnuleysingja og einyrkja eru
örðug og köld kjör afdalabúans. En þó e?u til ennþá örð-
ugri kjör. Það er þegar sál og sannfæring eru seldar í
ánauð. Svo langt hefir enn ekki sigið á ógæfuhlið fyrir
okkur. E. t. v. eigum við það fyrst og fremst einangrun
landsins að þakka.
Nú má enginn skilja mig svo, að ég vilji loka landinu
fyrir erlendum áhrifum, og að við setjumst aftur við hlóð-
irnar og hlustum á draugasögur sagðar. Við erum nógu
lengi búnir að horfa aftur á bak, íslendingar, í stað þess
að horfa áfram. Við verðum aldrei sáluhólpnir af því að
trúa á drauga. — Réttilegt mat og val erlendra verðmæta
mun eiga sinn mikla þátt í því að skapa nýtt land og nýja
þjóð.
En við megum aldrei gleyma þvi, að við erum íslend-
ingar, og ekki heldur hinu, að fallnir herskarar kynslóða
á- undan okkur hafa látið okkur í té flest það bezta, sem
við eigum.
Það er af sumum talið sýna og sanna dáðrekki íslend-
inga og tilverurétt þeirra sem þjóðar, að þeir hafi haldið
velli til þessa dags og geymt sína bókmenntafjársjóði,
þrátt fyrir hamfarir elds og íss og æðisgenginna stórsjóa.
Ég hygg, að sanni nær sé, að þeir og menning þeirra, hafi
*) Erindi þetta var upphaflega flutt á Eiðum á fyrirlestranámskeiði
Höf.
2