Viðar - 01.01.1938, Page 21
Viðar]
APAR OG MENN
19
ur og íhald og eru bæði sprottin af einni og sömu rót.
Þau eru farartálmarnir á veginum til vaxandi gæfu. Þau
eru mannkyninu fjötur um fót og stinga vaxtarviðleitn-
ina svefnþorni. Það eru sömu öflin, sem hindra dýrin i
þróun sinni. Þau valda hnignun afreksþjóða og láta
menningarríki falla í rústir.
Þótt undarlegt sé, virðist mannslundin og hugarfrjó-
semin nú eiga mestu gengi að fagna á Norðurlöndum,
þar sem skammdegismyrkrið og gráviðrin setja þung-
lyndissvip á mennina. Frelsið og víðsýnin eru þar raun-
verulega mest í hávegum höfð.
Eg held, að ég sé ekki minni dýravinur en hver annar.
Kg hefi veitt athygli vinnubrögðum maura, þegar þeir
eftir föstum reglum flytja byggingarefni og fæðu heim til
sín. Stjórnarfar þeirra er einveldi. Einhver sniðugur ná-
ungi hefir sagt, að mauraþúfan væri fullkomnasta þjóð-
félagið. — Þeir eru fráir á fæti, hérarnir, þegar þeir
hlaupa óttaslegnir undan raunverulegum og ímynduðum
hættum. Og margt er skemmtilegt í fari apa, þar sem þeir
klifra frjálsir og óháðir í aldinskógunum. Jefnvel asnar
hafa margt gott í fari sínu.
En þó get ég engum óskað þess hlutskiptis, að líkja eft-
ir þeim. Þess eru dæmi, að menn fæðast kafloðnir, eins
og Esaú forðum, eða þá með alllanga rófu. Þetta eru kall-
aðar fornerfðir, og er skýrt á þann hátt, að stundum komi
fram á börnum hvítra og kristinna manna einkenni, sem
löngu liðnir ferfættir og loðnir forfeður höfðu í fari sínu.
Fátt er ömurlegra né hryllilegra en slíkt afturhvarf til
dýranna. En að því getur enginn gert, og sjaldgæft er það,
sem betur fer. En hitt ætti mönnum að vera sjálfrátt, að
apa ekki upp siði og háttu hugsunarlausra dýra og fljóta
vitandi vits að feigðarósi menningar sinnar.
Það er hvorki æskilegt né eftirsóknarvert, að mennirnir
taki sér til fyrirmyndar mauraþúfur né býflugnabú. Ekki
ætti heldur apalífið að vera neitt takmark í sjálfu sér,
þótt það geti orðið að áfanga á leið manna og þjóða und-
2*