Viðar - 01.01.1938, Page 23
Viðar]
Að sjá til lands.
Eftir Snorra Sigfússon, skólastjóra.
Mér er ljúft að verða við bón Viðars um að rita í hann
nokkrar línur. Ber þar tvennt til. Hið fyrra er, að mér er
málefni hans kært, og hið síðara, að þetta málefni er
prýðilega túlkað og fram sett, svo að fullyrða má óhikað,
að ritið hefir farið vel af stað og orðið þannig, þegar í
byrjun, héraðsskólunum til gagns og sóma.
En hvað á ég að gera inn á þann vettvang? Jú, því ekki
það. í raun og veru eru allir kennarar sömu stéttar, hvort
heldur þeir kenna börnum eða stúdentum. Þeir eru allir
uppalendur. Það er mikið vafamál, hve affarasælt það er
uppeldi þjóðarinnar, að allir þessir þjónar hennar séu svo
tvístraðir í smáhópa, þétta stéttarhópa, eins og nú er. Það
er svipað og að slíta línu, sem tengir saman margar
stöðvar, er sambands þurfa með, og eru óstarfhæfar ann-
ars.
Höfuðviðfangsefni alls uppeldis, mannræktin, er ekki
sérmál neins sérstaks skólaflokks. Hún á og þarf að vera
grunntónninn í starfi þeirra allra. Og þennan grunntón
eiga allir kennarar að syngja í einum kór.
Hitt er mér ljóst, að hinn aðalþáttur skólastarfsins,
þeim meira öllu öðru til þess að vaxa. Hátt og fjarlægt
þroskatakmark er henni tengt.
Þetta er einkaeign mannanna og setur þá framar öllu
öðru ofar dýrunum. Hún setur á þá aðalssvip.
Þeir menn, sem eiga gnægtir þessara gæða, eru ríkir
menn. Þeir eru tignir menn og tápmiklir, göfugir og góð-
ir. Það þarf enginn að óttast, að þeir verði nokkurn tíma
að öpum.