Viðar - 01.01.1938, Side 24
22
AÐ SJÁ TIL LANDS
[Viðar
fræðslan, verður ekki veitt á sama hátt í öllum flokkum
skólanna, og gæti þó verið meira samband þar á milli en
nú er.
Vera kann, að þessi sjónarmið eigi sterkari þátt í barna-
kennurunum en öðrum. Þeir eru þannig settir, að vanda-
mál heimilanna í uppeldilegum efnum, eru í miklu nánari
snertingu við þá en aðra kennara. I þeirra skóla eru allir
hinir smáu borgarar skyldir að koma, undantekningar-
laust. Aðrir skólar sinna aðeins óskum sinna nemenda
um skólavist. Barnaskólarnir fá því að sjá allt eins og
það raunverulega er, hvert hreysi og hverja höll, sem
börnin koma úr. Þar verður ekkert undan dregið. Menn-
ing heimilanna eða menningarleysi, vandamál þeirra, von-
ir þeirra og óskir, eða vonleysi, öll „glíma“ samtíðarinnar
við hið fyrsta „stafrof“, stendur barnakennurunum nær
en öðrum. Þessvegna er það e. t. v., að barnakennarar
hafa oft nokkuð aðra „sociella11 afstöðu en þeir, sem eink-
um fást við úrvalið í hinum efstu tröppum.
£n hvað sem um það er, þá er víst að einnig urvalið í
efstu tröppunum, ásamt öllu hinu minna úrvali í þeim
neðri, er að neðan komið, úr heimilunum og -barna-
skólunum, sprottið úr jarðvegi þeirra, og þá að sjálfsögðu,
á meiri eða minni hátt, vitnandi um kosti þeirra
og galla. Og vegna þeirrar aðstöðu, að barnaskólarnir eru
og verða annað heimili barnanna í landinu, og vegna þess
mikla og nána samneytis, er barnakennararnir og for-
eldrarnir hljóta að hafa, verður ávallt mikill samábyrgðar-
blær á lífi og starfi barnakennarans, sem þá einnig verkar
mjög á sjónarmið hans, og viðhorf til annara skóla.
Hversu góður sem háskóli er, á hann þó æru sína og
mannorð mjög undir því þjóðlífi og þeim aldaranda, er
hann sendir kandídatana sína út í. Það er þeirra fram-
haldsskóli. — Á líkan hátt má segja um barnaskólann, og
þó miklu fremur, að árangurinn af starfi hans er mjög á
valdi framhaldsskólanna, þeim kennsluanda og menning-
arblæ, er þar ríkir. Því er það eðlilegt, að barnakennarinn