Viðar - 01.01.1938, Síða 25
Viðar]
AÐ SJÁ TIL LANDS
23
líti þangað, líkt og foreldri er skyggnist um á heimili því,
er fóstrar barn þess.
En það hefir farið svo um framhaldsskólana, að þeim
hefir stundum fundizt, að barnaskólarnir skila sér „litla
pundinu“ í hendur, og er án efa eitthvað satt í því. Þeir
hafa að vísu aðstöðu til að dæma um það, og verða þannig
yfirprófdómendur. En barnakennarinn hefir ekki þá að-
stöðu að geta beinlínis dæmt um þessa „skilsemi“ fram-
haldsskólans. Þó kynni það að vera fróðlegt og á vissan
hátt girnilegt, ef það væri nú endilega þörf á metingi og'
illum anda, einnig inn á þennan vettvang. En ég held,
að þess sé engin þörf. Það sem þarf, er nánari viðkynning
og meira samstarf þessara kennarahópa. Upp af því
myndi spretta gleggri skilningur á sjónarmiðum og að-
stæðum hvers um sig.
Barnakennurunum er það, út af fyrir sig, harla ljóst,
að unglingarnir, sem skilja við skóla þeirra, eru hvergi
nærri eins vel staddir og æskilegt er í kunnáttu og með-
ferð móðurmálsins og reikningsins. Ég get vel skilið, að
aðfinnslur um þessi efni eigi við rök að styðjast. Lands-
prófin hafa sýnt það, að hvoru tveggja hefir verið ábóta-
vant. En þau sýna jafnframt, að barnaskólarnir eru í óða-
önn með að bæta úr þessum ágöllum, eftir því sem sann-
gjarnt er að krefjast af þeim. Og þeir munu gera það bet-
ur, þegar yngstu börnin fá reikningsbækur og tæki við
sitt hæfi, og það verður vonandi eitthvað úr því bætt á
þessu ári.
Um móðurmálsnámið í barnaskólunum er það að segja,
að sumir þættir þess, t. d. réttritunarnámið, hefir verið
með öllu skipulags- og formlaust fram að þessu, til stór-
mikils tjóns. Því námi er og verður þannig háttað, að þar
þarf að vinna eftir föstum reglum og með ákveðið mark
fyrir augum, í smáum áföngum.
Stílaleiðréttingaþvargið kemur ekki að hálfum notum í
barnaskólunum. Höfuðáherzluna verður að leggja á það,
að koma í veg fyrir, að börnin riti rangt. Það gera aðrar