Viðar - 01.01.1938, Qupperneq 27
Viðar]
AÐ SJÁ TIL LANDS
25
armálum. Og er slíkt að undra? Nýmenning okkar er að
langmestu leyti innflutt og hefir að litlu leyti enn fengið
sitt innlenda form í samræmi við kjör okkar og kosti.
Þetta á ekki sízt við um skólana. Þeir voru frá upphafi
sniðnir eftir erlendum fyrirmyndum, sem von var. Og er
barnaskólarnir komu til sögunnar, urðu þeir einnig að-
eins smækkuð mynd þessara skóla, og eru það að miklu
leyti enn.
Hitt er rétt, að héraðsskólarnir áttu að nokkru að fá inn-
lendara form, og hafa að vísu fengið það, þótt ég efist
um landsýnina. Stórar og ríkar menningarþjóðir, er öld-
um saman hafa þaulhugsað þessi mál, starfrækt ýmis-
konar lýðskóla með allskonar sniði, og hafa að því er
barnafræðsluna snertir, margfalda reynslu á við okkur,
sífellt hafa þótzt þurfa að bylta um og breyta, skipuleggja
og endurskipuleggja sín skóla- og uppeldismál. Og þó er nú
sá tónn í ýmsum erlendum uppeldismálaritum nútímans,
að ólíklegt má þykja, að þar sé leiðin með öllu skerjalaus
eða landsýnin glögg ennþá.
Og það er heldur ekki undarlegt. Lífsins elfur heldur
áfram að streyma, og nú í fleiri farvegum en nokkru
sinni fyrr. Það er engin kyrrstaða. Sálvísindi og tækni nú-
tímans hafa skapað ný sjónarmið á uppeldilegum efnum,
er ryðja hefðu mátt þoku og skerjum úr vegi á leið
mannanna til hins fyrirheitna lands. En þetta virðist ætla
að snúast á þá lund, að skerjunum fjölgi og þokan magn-
ist svo, að úr verði menningarleg ragnarök. — Því trúum
við ekki. Hitt er okkur ljóst, að hin menningarlega heims-
mynd í dag ber þess ljóst vitni, hve órafjarri mennirnir
eru frá ströndum hins fyrirheitna lands. Sú mynd sýnir
og sannar, hve hörmulega hefir tekizt með mannræktina,
þrátt fyrr allt, og hún ber að þessu leyti uppeldinu ömur-
legt vitni. En hún ætti að verða mönnunum alvarleg
áminning og voldugt og veigamikið innlegg í uppeldileg
málefni framtíðarinnar.
I þessu moldviðri verðum við að sigla okkar fleytu í