Viðar - 01.01.1938, Page 28
26
AÐ SJÁ TIL LANDS
[Viðar
þjóðmenningarlega átt. Skólar okkar eiga að sjálfsögðu
að reyna að tileinka sér ýmsar nýjungar í kennslutækni
nútímans, og þær bendingar til bætts uppeldis, er sálar-
fræði nútímans gefur. Hitt er þó mest um vert, að ís-
lenzkir skólar og uppeldi vaxi fyrst og fremst úr íslenzk-
um jarðvegi, og að ekki glatist þjóðinni þau uppeldilegu
verðmæti, er henni hafa jafnan reynst dýrmætust, og sem
hafa gætt hana andlegri og líkamlegri orku til sóknar og
varnar í hverri raun. Þjóðin þarf að temja sér hollari lífs-
venjur, meiri sjálfsaga og fórnfýsi, og það þarf að glæða
hjá henni meiri virðingu fyrir þjóðlegum og andlegum
verðmætum.
Þetta eru hvorki bábiljur né bölsýni. Það eru aðeins
ályktanir, dregnar af augljósum staðreyndum. Við verð-
um að horfast í augu við veruleikann, sjálfsblekkingin
dugar ekki. Það er komið mál til þess, að kveða upp úr
með það, ekki í ásökunartón, heldur sem hreinskilna
játningu, að þrátt fyrir öll þau ógrynni, sem hin ráðandi
kynslóð hefir áorkað í framkvæmdalífi þjóðarinnar, þá
eru eftirgjafirnar augljósar í ýmsum okkar menningar-
háttum. Og það er a. m. k. athugunarefni, hvernig háttað
er um viðhorf yngri kynslóðarinnar til vandamálanna,
erfiðleikanna og sjálfsagans, hversu jákvætt það er. Ýms-
ir draga það í eía, og benda m. a. á hina taumlausu
skemmtanafíkn og miklu eyðslu. Lýðræðið og frelsið má
ekki verða í höndum okkar að kærulausu og ábyrgðar-
lausu glamri. Það er ranghverfa þess og rothögg. Allir
uppalendur verða að koma auga á það, kannast við það
og skilja það, að hinir alvörulausu, dansandi, drukknu
hópar eru of margir meðal vor. Og það er tvímælalaus
þjóðarnauðsyn, að skólarnir taki upp markvissa baráttu
gegn kæruleysinu og áfenginu, sem ógnar nú allri fram-
tíð þjóðarinnar.
En ég held að enginn eldur verði kveiktur á hugararni
fólksins með þurrum prédikunum og þekkingarmolum
einum saman. Það þarf meira. Ég held, að einnig, og ekki