Viðar - 01.01.1938, Side 30
28
AÐ SJÁ TIL LANDS
[Viðar
sæld“. Með þetta viðhorf til lífsins starfaði Magnús Helga-
son sem skólamaður. Og áhrif hans voru máttug. Hann
kveikti andlegan áhugaeld í brjóstum nemenda sinna og
göfgaði hugarfar þeirra. Hvar sem maður, svo að segja,
hittir nemendur sr. Magnúsar verður þessa vart, og allir
elska þeir hann og dá.
Sr. Sigtryggur á Núpi er um margt líkur Magnúsi
Helgasyni og hefir, sem skólamaður, samskonar viðhorf
til lífsins og hann. Eg var um því nær tvo tugi ára í ná-
grenni við Núpsskólann, og þekkti fjölda af nemendum
þaðan. Þá störfuðu þeir tveir við skólann, sr. Sigtryggur
og Björn Guðmundsson, samhentir og samhuga. Og það
var ekki aðeins álit mitt, heldur og hið almenna álit þar
um slóðir, að nemendur þeirra bæru glögg merki verunn-
ar á Núpi. Það voru glaðvakandi unglingar, bindindis-
samir, dagfarsgóðir og fullir af áhuga til andlegra og fé-
lagslegra starfa. Og ég hygg, að ef skyggnst væri nú um í
í þjóðlífi okkar, að þá myndi það sýna sig, að nemendur
þessara höfuðklerka, hinn tiltölulega fámenna hóp, væri
þar að finna, sem sótt er og varist á þjóðmenningarlegum
og andlegum vettvangi.
Ég var einn vetur við lýðháskólann í Voss í Noregi á
beztu árum skólastjórans þar, Lars Eskeland’s. Það varð
mér dýrðlegur vetur og ógleymanlegur. Lars Eskeland
var máttugur í orði og viðkynningu allri. Hann hafði
mikil áhrif á nemendur sína með trúarstyrk sínum og
andans auðlegð. Og ég játa það nú hreinskilnislega, eftir
30 ár, að þótt ég ætti marga góða kennara hér við gagn-
fræðaskólann, og kennaraskólann á Storð, þá á ég Voss-
skólanum, og þá einkum Eskeland, mest að þakka.
Allir þessir þrír miklu skólamenn, er ég hefi hér nefnt,
áttu það sameiginlegt, að þeir veittu inn á gróðurlönd
æskunnar lífsins vatni úr sömu uppsprettunni. Og þeim
tókst að rækta þann siðræna og sálræna gróður, sem æsk-
an þarfnast, til þess að hún verði heilbrigð og sterk.
En það er hið mikla og göfuga hlutverk skólanna og