Viðar - 01.01.1938, Page 31
Viðar]
Séra Sigtryggur.
Eftir Guðviund. Inga.
Séra Sigtryggur Quðlaugsson á Núpi lét af prestsskap á s.l. vori,
en af skólastjórn lét hann fyrir 9 árum. Bæði Núpsskólinn og garð-
urinn Skrúður eru hans verk og munu halda nafni hans á lofti og
bera vitni hugsjónum hans og óbilandi elju.
Það er prestur að kveðja söfnuð sinn,
sjötíu og fimm ára gamall kennimaður.
Hér hefir lífið hrukkað enni og kinn,
og hann er spámannlegur og síðskeggjaður.
Þó er enginn þungi í fari hans,
þó er hann enn svo léttur í huga og spori.
— Guð hefir blessað göngu þessa manns,
gefið hans manndóm æfilöngu vori.
Nú ræðir hann af reynslu gamals manns.
Það rekst svo margt, ef litið er til baka.
I minni fólksins geymast hollráð hans.
í hjörtum fólksins kveðjan á að vaka.
Hann talar skýrt, þótt röddin kennist klökk,
á kveðjustundu slíkri er það að vonum.
Hann flytur þessu fólki hlýja þökk,
því fólki, sem á mest að þakka honum.
Þessari sveit til gæfu hefir hann
hafið þau störf, er sérhver maður veit um.
Stórræðin þörfu, þungu hér hann vann,
þökkuð og dáð í mörgum öðrum sveitum.
kennaranna í landinu, í hvaða hóp sem þeir skipa sér, að
gefa þjóðinni slíka æsku.
Þá mun henni vel farnast þrátt fyrir allt.