Viðar - 01.01.1938, Page 35
Viðar]
SÉRA JAKOB LÁRUSSON LÁTINN
33
Hann var skólastjóri einn vetur 1928—1929.
Starfssvið hans hér mun sumum virðast hafa verið
lítið, nemendur voru ekki 30.
En það var umsvifameira og þýðingarmeira en margur
hyggur.
Byrjunin er oft erfið, og oft veltur mest á henni um
framtíðina.
Og það var eitt af 'höppum skólans, að sr. Jakob var
með, er ýtt var úr vör.
Og þó lét hann ekki mikið á sér bera þennan stutta
tíma.
Hann hvarf aftur heim í Holt til sinna „kærú Eyfell-
inga“.
En holl áhrif hans hafa borizt hér áfram í skólalífinu
fram eftir árum.
Hann var hér sem einn af oss, lítillátur og hógvær, sem
félagi og leikbróðir, er allir vildu vera til geðs.
Ég var við greftrun hans.
Ég hefi sjaldan orðið var við slíkan sorgarþunga.
Við eigum að sönnu engan mæli á slíkt.
En þar var ekki verið að leika — það er víst.
Og þó hafði þar þreyttur maður öðlast hvíld frá þung-
um sjúkdómi.
Og hvernig stóð á því, að hans var saknað svo mjög?
Hver var sá, er borinn var til grafar?
Hér var ekki auðmaður, sem dreift hafði auð fjár með
mildri mund meðal þurfandi eða reist sér minnisvarða
með líknarstofnunum.
Víst hefði hann þó haft geð til að vera einn slíkur.
Hér var ekki ræðuskörungur, sem hafði hrifið alla og
hrært með tungu sinni eða penna.
Þó var hann hugsjónamaður og vel máli farinn.
Hér var ekki glæsimenni að yfirlitum og hofmennsku,
sem töfraði þá, er ginnast af gyllingum.
Hann var eins og almenningur þar.
3