Viðar - 01.01.1938, Blaðsíða 36
[Viðar
Verknámið við héraðsskólana.
Eftir Þóri Steinþórsson.
Á haustþinginu 1937 báru tveir ötulustu stuðningsmenn
héraðsskólanna fram tillögu til þingsályktunar um að
auka að miklum mun verklegt nám við héraðsskólana,
og gera þeim það kleyft með auknum stofnstyrk. Tillagan
var samþykkt, og má því búast við framkvæmd þessa
innan skamms. Þó hefir verið hljótt um málið síðan, og
frá starfsliði skólanna hafa engar raddir heyrzt um það.
Mun það að nokkru stafa af því, að starfsmenn skólanna
eru samþykkir stefnu þeirri, sem fram kemur í tillögunni,
að mestu leyti, og er það þó engin afsökun fyrir því, að
•áta ekki til sín heyra og þakka þann góða hug í garð hér-
aðsskólanna, sem fram kemur hjá flutningsmönnum til-
lögunnar.
Hitt er og víst, að þótt stefna tillögunnar sé rétt, varð-
ar miklu, hvernig sú lagabreyting verður úr garði gerð,
Hér var ekki fræðimaður, sem dást væri að af þeim, er
slíka meta mikils. Þó var hann vel að sér í bókfræðum.
Ráðningin á þeirri gátu, hve mjög hann var syrgður,
mun vera sú, að hann hafði, auk margra annara kosta,
það, sem Páll postuli sagðist verða hljómandi málmur og
hvellandi bjalla, ef hann hefði ekki — hann hafði kær-
leikann.
Hann bar meiri kærleik í brjósti til allra manna en al-
mennt er.
Það fannst mér, sem vann með honum hér á Laugar-
vatni og mun jafnan minnast hinnar ástúðlegu og fals-
lausu framkomu hans með þakklátum huga.
Það munu hinir mennirnir, sem stóðu við gröf hans,
hafa fundið líka.