Viðar - 01.01.1938, Síða 39
Viðar]
VERKNÁMIÐ VIÐ HÉRAÐSSKÓLANA
37
á undanförnum árum, eigi engu minni þátt en aðrir í
framförum þjóðarinnar, og að það hefði því orðið ómet-
anlegt tap, ef þeim hefði verið torveldað að búa sig undir
þau störf.
Þess vegna má alls ekki slíta því sambandi héraðsskól-
anna við aðrar menntastofnanir, að kenna í’þeim nokkuð
af þeim námsgreinum, sem kenndar eru í lægri bekkjum
annarra skóla og greiða þannig götu þeirra, sem vilja
halda áfram á námsbrautinni. Hitt er aðstandendum hér-
aðsskólanna ekki ljúft, að margir nemenda þaðan haldi
áfram námi og hverfi úr sveitunum og að störfum ann-
arstaðar, hvorki þeir, sem miður eru til þess fallnir að
þeirra dómi, né allir hinir, sem einhverra sérstakra afreka
er að vænta af. En það er skoðun þeirra, að í héraðsskól-
unum eigi æskulýður sveitanna að finna sjálfan sig, við
fjölbreytt störf og nám, og það sé einmitt engu síður
hlutverk skólanna að fá þá, sem einhverja óljósa löngun
hafa til þess að halda menntabrautina, eins og það er
nefnt, til þess að hugsa sig vandlega um og athuga, hvort
þeir geta ekki eins fullnægt þrám sínum og þörfum i
starfi heima. En hitt er hvorki rétt, né kemur að gagni,
að ætla að loka með valdi leiðum fyrir þeim til að kom-
ast burtu.
Og ég hygg, að það kæmi í ljós, væri það athugað, að
þeir eru fleiri, sem komið hafa í héraðsskólana með óljósa
ákvörðun um það, að halda áfram námi, að veru sinni þar
lokinni, og hafa hætt við það, heldur en hinir, sem sú
ákvörðun hefir skapazt hjá í skólunum. Álit unglinga og
aðstandenda þeirra um það, til hvers þeir séu hæfir, er oft
nokkuð óábyggilegt og þrár æskumannanna óljósar. Það
kemur því oft í ljós, að sá, sem komið hefir í héraðsskól-
ana með þá trú, að hann gæti og vildi halda áfram námi,
hefir áttað sig þar á því, að það væri hvorki eins létt eða
álitlegt og hann eða aðstandendur hans hafa búizt við,
og hefir því hætt við það áform. Hann hefir farið í hér-
aðsskólann af því, að það var leið að því marki, sem hann