Viðar - 01.01.1938, Síða 40
38
VERKNÁMIÐ VIÐ HÉRAÐSSKÓLANA
[Viöai'
hafði þá, en fundið sjálfan sig þar og sett sér nýtt mark.
Um þessa menn eru engar skýrslur til, og ekki heldur um
hina, sem veran í héraðsskólunum hefir hvatt til þess að
1 halda áfram námi, en það er auðvelt að benda á þá, sem
gera það, og því leyfa sumir sér að slá því föstu, að hér-
aðsskólarnir teymi fólkið burtu úr sveitunum. En það er
oftast órökstutt, og gert af þeim, sem minnsta aðstöðu
hafa til þess að vita það, sem þeir eru að segja.
Ég hefi verið svo langorður um þetta af því, að einmitt
það, að litlu eða engu má sleppa af bóknáminu í héraðs-
skólunum, gerir erfitt að auka verklega námið að mun.
En bóknámið má lítið minnka, frá því sem nú er, bæði af
því, sem áður er sagt, og þó fyrst og fremst af hinu, að
naumast má sleppa uppfræðslu í neinni þeirri grein, sem
ég hefi áður talið upp. Þekking í þeim er nauðsynleg
hverjum, sem á að verða nýtur borgari í þjóðfélagi og
góður starfsmaður, hvort heldur er í sveit eða við sjó.
Enginn skyldi þó taka þessi orð svo, að ég telji ekki
þarft og rétt að gera verklega námið í héraðsskólunum
meira og fjölbreyttara. Mér er það mjög ljóst, að þörfin á
því er brýn. Ýmsar aðgerðir og smíði nauðsynlegra hluta
er allt of dýrt, eigi að sækja það til lærðra handverks-
manna. Skógerð og aðgerðir á þeim var áður heimavinna,
en nú er það keypt að, og hjá mörgum erfiður útgjaldalið-
ur. Þó þarf lítil áhöld og lærdóm, til að gera við og jafn-
vel smíða vinnuskó, hvort heldur er úr leðri eða gúmmí.
Smíði og aðgerð aktygja og viðgerðir á reiðtygjum er all-
kostnaðarsamt hjá bændum, en gæti verið heimavinna.
Þetta mætti kenna í héraðsskólunum og svona mætti
lengi telja. Því er aðstandendum héraðsskólanna einmitt
áhugamál, að hafist verði handa og það sem fyrst, í þessu
efni. En þeim eru ljós þau vandkvæði, sem á því eru, og
fram hjá þeim má ekki horfa þegar í byrjun.
Þörfinni fyrir og kröfunni um aukið verklegt nám,
mætti þó að nokkru leiti mæta með því að stytta þann
tíma, sem fer í bóklegt nám í sumum greinum og þá helzt