Viðar - 01.01.1938, Page 45
Viðar]
Héraðsskólarnir og ungmennafélögin.
Eftir Eirík J. Eiríksson.
Á fyrsta sambandsþingi U. M. F. í., 1907, var samþykkt,
að ungmennafélögin beittu sér fyrir stofnun lýðháskóla
á Þingvöllum. Var þessarar samþykktar mjög að vænta
frá ungmennafélögum. Fyrir öðrum aðalupphafsmanni
ungmennafélagsskaparins vakti, að stuðla að og skapa
skilyrði fyrir íslenzkan lýðháskóla. Er þannig sýnt, að
lýðháskólahugsjónin hefir valdið miklu um það, að ung-
mennafélögin urðu til hér á landi. Og þótt takmark fé-
lagsskaparins yrði brátt fjölþætt, gleymdi hann ekki mál-
inu, er orkaði mestu um upphaf hans. Af lýðháskóla-
stofnun á Þingvöllum hefir að vísu ekki orðið, en í hans
stað hafa héraðsskólarnir myndazt. Eru þeir flestir orðnir
til fyrir frumkvæði ungmennafélaga og öflugan stuðn-
ing þeirra og hafa lagst á eitt hinir yngri, sem verið hafa
starfandi í félögunum og hinir eldri, er ekki hafa verið
lengur félagsbundnir en hafa haft valdaaðstöðu til heilla-
vænlegra afskipta af þessum málum.
Til þess að skilja hið nána samband héraðsskólanna og
ungmennafélaganna gerist ekki þörf sögulegra raka. Ung-
mennafélagsskapurinn er alþýðuhreyfing, sókn alþýðu-
æskunnar við sjó og í sveit til meiri menningar og mann- ,
réttinda. Það*er sannarlega engin tilviljun, hve Guðmund-
ar Hjaltasonar, eins athafnasælasta leiðtogans í menning-
Laugar tærar, laugar heitar
létta þunga éls og hríms.
Sál mín enn til yðar leitar
austurleiðir pílagríms.