Viðar - 01.01.1938, Page 47
Viðar] HÉRAÐSSKÓLARNIR OG UNGMENNAFÉLÖGIN 45
kima lands og lundar, ljósi hagnýtrar menntunar og fé-
lagsþroska, er „hinn heiti staður“ hvers héraðsskóla,
Vestueldur þeirra, er aldrei má slokkna. Hugsjón Guð-
mundar Hjaltasonar, ungmennafélaganna og héraðsskól-
anna eru eitt.
Helgi Valtýsson ritar svo á einum stað í Skinfaxa: „Til
þess að ungmennafélög vor geti blómgast og þroskast á
þann veg, er þeim var ætlað frá upphafi, — verða þau að
eiga öflugan og „ramíslenzkan lýðháskóla að baki sér“.
Það hefir verið sagt, að ungmennafélögin hafi ekki náð
tökum í héraðsskólunum. Þetta mun að nokkru leyti rétt
vera. Á Laugarvatni mun þó t. d. hafa starfað ungmenna-
félag og í Núpsskóla er ágætt ungmennafélag.1) En enda
þótt fyrrnefnd fullyrðing væri rétt, mætti ekki láta við
hana sitja. Spurningin hlyti að verða, hvort það væri sök
félaganna sjálfra, að svona væri komið. Að vísu væri
hugsanlegt, að ungmennafélagshreyfingin væri aðeins
sögulegt fyrirbrigði, hefði átt tímabundnu hlutverki að
gegna, en væri nú við lýði aðeins vegna ræktarsemi gam-
alla félaga við æskuhugsjónir sínar eða vegna þess, að
hinir yngri forvígismenn félagsskaparins skildu ekki sinn
vitjunartíma. En ekki er þetta líklegt, er þess er gætt, að
framför í manndómi og menningu íslenzkrar alþýðu-
æsku er kjarni ungmennafélagsskaparins, svo sem fyrr er
sagt. Viðgangur ungmennafélaganna hin síðustu árin
sannar og, að þau eru enganveginn tímabundið fyrirbæri,
heldur eiga þau yfir sígildum boðskap að ráða, eiga sí-
ungum þrám að fullnægja og eilífri þörf. Tryggvi heitinn
Þórhallsson, annar aðalmenningarfrömuður Islendinga á
þessari öld, segir um ungmennafélagsskapinn, að hann
hafi verið „svo heilbrigður, farsæll og hressandi þau árin,
sem ég naut hans, að slíkan félagsskap vildi ég helzt kjósa
börnum mínum til handa“. Hér er lýst hinum gamla og
J) Rétt er að geta þess, að í Laugaskóla starfaði ungmennafélag,
sem um skeið var í U. M. F. í. Ritstj.