Viðar - 01.01.1938, Side 48
46 HÉRAÐSSKÓLARNIR OQ UNGMENNAFÉLÖGIN [Viðar
góða ungmennafélagsanda, þeim anda, er byggði upp hér-
aðsskólana. Ungmennafélögin vilja, að þessi andi fái að
búa í skólunum, að þau fái að starfa í þeim. Ef til vill
mundu einhverjir héraðskólamenn svara því til, að hinn
gamla, uppbyggilega anda sé nú ekki lengur að finna í
ungmennafélögunum. í hið nýja minningarrit félaganna,
sem nú er að koma út, skrifa um 30 hinna eldri forystu-
manna um félagsskapinn. Er það athyglisvert, að hjá
mörgum þeirra gætir ekki aðeins bjartra minninga, held-
ur einnig trúar á hlutverk og getu félagsskaparins í nútíð
og framtíð. Yfir skrifum flestra þessara manna er enginn
eftirmælablær. Er félagsskapnum fengin í þessu sönnun
þess, að hann sé enn sjálfum sér trúr. í sannleika er það
og eitt hið ánægjulegasta, sem gerzt hefir innan félags-
skaparins hin síðari árin, að ýmsir brautryðjendur hans
hafa horfið aftur í barátturaðir hans og unnið þar afreks-
verk, sem ungir væru þeir orðnir í annað sinn. Á fundum
og þingum félaganna hafa ýmsir hinna elztu félaga hvatt
frekast til nýjunga. Saga ungmennafélaganna sýnir, að
er um þau hefir staðið mestur styrinn, hefir starf þeirra
verið með mestum blóma. Hin fyrstu ár héraðsskólanna
gætti mjög andróðurs gegn þeim. Nú má segja, að vin-
sældir þeirra séu orðnar almennar. Með því er að vísu
enginn dómur uppkveðinn um gildi þessara skóla fyrir
framtíðina. Sú stofnun, er semur sig mest að aldarandan-
um, hlýtur almennastar vinsældir hvers tíma. Ef til vill
gætir um of með héraðsskólamönnum „að tolla í tízk-
unni“. Þrátt fyrir margt ágætið, er skólarnir hafa haft í
för með sér, hefir þess lítt gætt, að háreistum borgum
þeirra margra væri lyft upp í hæðir hugsjónanna, að eigi
fengi þeir dulizt. Flestir unnendur skólanna munu játa,
að of lítilla hlýinda hafi gætt frá skólunum út til hins
napra tíðaranda. Menn munu yfirleitt viðurkenna, að
skólarnir séu óráðnir, mjög „á báðum áttum“, andi Guð-
mundar Hjaltasonar eigi í þeim við að stríða málstað Ben.
Gröndals, menntaskólaandans gamla, sem til skamms tíma