Viðar - 01.01.1938, Page 49
Viðar] HÉRAÐSSKÓLARNIR 00 UNGMENNAFÉLÖGIN 41
a. m. k. hefir átt sér afstöðuleysið að hugsjón, afskipta-
leysið af hinum eiginlegu viðfangsefnum lífsins. Það er
engin tilviljun, að það eru menn Guðmundar Hjaltasonar,
ungmennafélagarnir, sem margir hverjir hafa reynzt á-
gætustu liðsmennirnir í viðieisnarbaráttu íslands hina
síðari áratugina, en Gröndalsmennirnir, embættismanna-
synirnir flestir, reynzt miklu síðri. Uppeldi menntaskóla-
æskunnar hefir til skamms tíma miðazt við það, að hún
væri á leiðinni frá alþýðunni, frá hinum daglegu störfum
og verkefnum atvinnuveganna. Æska ungmennafélag- f
anna og héraðsskólanna er hinsvegar mitt í framleiðsl-
unni til sjávar og sveita. Hún hefir því orðið að afla sér,
og framtíð hennar veltur á því, að hún haldi áfram að
af'la sér hagnýtrar þekkingar, en einkum þó félagslundar,
virðingar á verkefnum lífsbaráttunnar og skynbragðs á
réttindi og skyldur stéttar sinnar. Hér er það, sem héraðs-
skólarnir verða einkum að láta til sín taka. Geri þeir það,
fullnægja þeir í sannleika kröfum tímans og geta sér vin-
sældir góðra manna. Vilja ungmennafélögin koma hér til
hálpar og styrkja skólana í hinu upphaflega og áfram-
haldandi ætlunarverki þeirra.
Á síðasta sambandsþingi U. M. F. í. var svofelld tillaga
samþykkt: „Sambandsþing U. M. F. í. felur sambands-
stjórninni að senda menn í héraðsskólana og fleiri skóla
í byrjun næsta skólaárs, til þess að fræða um stefnuskrár-
mál ungmennafélaganna og ræða við nemendur og kenn-
ara um möguleika til félagsstofnana innan skólanna, þar
sem félög eru ekki fyrir“. Og ennfremur: „Sambandsþing
U. M. F. í. felur sambandsstjórn að veita árlega verðlaun
til ungmennafélaga í héraðsskólum og öðrum skólum. Sé
verðlaunaupphæðinni skipt jafnt milli þeirra félaga, sem
eru í U. M. F. í. Þeir kennarar hlutaðeigandi skóla, sem
félagar eru í ungmennafélagi, skulu veita verðlaun þeim
2 nemendum, sem bera af í félagsstörfum hvers vetrar.
Sé veitt í þessu skyni 40 kr. þegar á þessu ári“. Tekið var
og fram á þinginu, að skólafélögin væru skattfrjáls til