Viðar - 01.01.1938, Page 50
48 HÉRAÐSSKÓLARNIR OG UNGMENNAFÉLÖGIN [Viðar
sambandsins. Ungmennafélögum er það mikið áhugamál,
að sem nánast samstarf megi takast með þeim og héraðs-
skólunum á þá lund, að báðir aðilar blómgist af og bless-
ist til sannra landsheilla. Héraðsskólamenn vita, að mörgu
er áfátt í starfi skólanna, víðast eru miklir fjárhagsörð-
ugleikar samfara þörf á auknum húsakosti og öðrum
starfsskilyrðum. Ungmennafélagar eiga og í margvísleg-
um erfiðleikum. En ekki mælir þetta á móti samstarfi
þessara aðila, þvert á móti gæti hvor uppfyllt vantanir
hins í mörgum greinum. Það mundi t. d. óhjákvæmilega
styrkja aðstöðu héraðsskólanna ef forráðamenn þeirra
sýndu ungmennafélögunum umhverfis þá sem mesta sam-
úð og vinarhug. Mundi það styrkja félögin í þeim ásetn-
ingi sínum, að. hafa héraðsskólana enn sem fyrr einna
efst á stefnuskrá sinni. Aldarandi eftirstríðsáranna hefir
kippt mjög úr viðgangi ungmennafélaganna. Nú virðast
þau aftur vera að fá fyrir alvöru byr í seglin. Ef til vill
verður þess ekki mjög langt að bíða, að þau verði þess
umkomin að stofna sinn eigin „lýðháskóla", svipaðan og
vakti fyrir mönnum 1907 og fyrr getur. En sennilega
verður sú leið farin enn sem fyfr, að félögin styrki skóla
sinna héraða, vaki yfir hag þeirra, sendi þeim nemendur
og styrki þá eftir verðleikum og getu og fái þaðan starfs-
krafta. Yrði þannig svipað samband milli skólanna og
félaganna og nú er milli íþróttaskóla Sigurðar Greipsson-
ar í Haukadal og U. M. F. í. Er takmarkið, að héraðsskól-
arnir verði óskabörn og orkuuppspretta félagssamtaka
æskunnar í hverju héraði. Þar á hver ungur maður að
eiga sér athvarf og heimili. Yrðu skólar þessir með því
móti í fegurstum og sönnustum skilningi héraðsskólar.