Viðar - 01.01.1938, Page 54
52
EIÐASKÓLI
[Viðar
skólamenn og svo frá gagnfræðaskólanum á Möðruvöllum
og í Flensborg.
Þetta atriði, ásamt fleiru, var notað sem röksemd af
þeim, sem vildu breyta búnaðarskólanum á Eiðum í al-
þýðuskóla.
Þær raddir voru uppi á árunum 1912—1915.
Þetta varð svo að ráði, eftir nokkurra ára undirbúning,
að Múlasýslur afhentu ríkinu skólasetrið ásamt búi og
jörðum, samanber lög nr. 36, 26. okt. 1917.
Afhending fór fram í fardögum 1918.
Þó byrjaði hinn nýji alþýðuskóli ekki fyrr en haustið
1919.
Það varð brátt sýnilegt, að húsið, sem alþýðuskólinn
átti að búa við, yrði alltof lítið og að ýmsu óhentugt.
Voru uppi ráðagerðir um mikla og veglega skólabyggingu
á Eiðum. Ekki komust ráðagerðir þessar í framkvæmd,
enda reis brátt hreyfingin um byggingu héraðsskólanna.
Er sú alda enn uppi að byggja skóla um dreifðar sveit-
irnar.
Síðan var horfið að því á Eiðum 1926 að byggja viðbót
við skólahúsið frá 1908, það lengt um þriðjung og'settur
kvistur á miðja bygginguna.
Við þennan húsakost hefir skólinn búið fram á þennan
dag. Hann rúmar nú 45 nemendur.
II.
Eiðaskóli hélt hátíðlegt 50 ára afmæli sitt sumarið 1933.
Voru hónum gefnar góðar gjafir af sýslunefndum Múla-
sýslna o. fl.
Haustið 1935 fékk skólinn varanlega búningsbót í 117
hestafla rafmagnsstöð við Eiðavatn.
Lýsir stöðin skólann og hitar að allverulegu leyti.
Fyrirheit hefir skólinn um sundlaug og leikfimihús
næsta ár. Hefir þegar verið veitt til þeirra á fjárlögum
álitlegri fjárupphæð. Verður hann þá að því leyti eins út-
búinn og skólarnir á heitu stöðunum.