Viðar - 01.01.1938, Page 55
Viðar]
Eiðahólmi.
Eftir Þórodd Guðmundsson frá Sandi.
Þegar ekið er veginn út Fljótsdalshérað frá Egilsstöð-
um, sést á vinstri hönd vatn, sem ]ætur lítið yfir sér. Út
í það ná ýmsir tangar og nes með víkum á milli. Þetta er
Eiðavatn.
Umhverfis það eru móar, mýraflákar og ásar. Ásarnir
eru grasivaxnir hið neðra með vallgróðurbrekkum og
hvömmum. En að ofan eru þeir á köflum berár klappir,
heflaðar af ísaldarjökli eða huldir möl og leir.
Á þessu landi óx hinn forni Eiðaskógur, þegar „land
Skóggirðing sú, er sett var upp kringum Húsatjörnina,
neðan við Eiðaskólann, fyrir rúmum 10 árum síðan, hefir
gefið ótvíræðar bendingar um, að fljotlega muni vaxa
upp birkiskógur við friðunina eina.
Þetta hefir m. a. orðið til þess, að efnt hefir verið til
mikillar girðingar um það svæði Eiðalands, þar sem Eiða-
skógur óx fyrrum. Land þetta verður friðlýst, og nýr
birkiskógur vex upp á ásunum umhverfis staðinn til
prýði og skjóls.
III.
I upphafi þessa greinarkorns er á það minnst, að Eiða-
skóli hafi verið mjög umdeildur af almenningi.
Nú er ekki neinu shku til að dreifa.
Skólinn á óskiptum vinsældum að fagna meðal manna
um Hérað og í fjörðum. Umsóknum hefir farið fjölgandi
á síðustu árum og orðið að vísa mörgum frá.
Það hefir verið gifta Eiðaskóla, að til hans hafa jafnan
valizt ágætustu forstöðumenn og aðrir starfskraftar.