Viðar - 01.01.1938, Blaðsíða 57
Viðar]
EIÐAHÓLMI
55
inn stærri en minnkaði allverulega, þegar Eiðavatn hækk-
aði, er Fiskilækur var virkjaður og stíflaður 1935.’) Sá
lækur rennur úr Eiðavatni í Lagarfljót.
Skal nú hólma þessum lýst nokkru nánar. Eiðahólmi
snýr frá norðri til suðurs og er allmiklu meiri á þann veg
en hinn. Vatnið umhverfis hann er all-djúpt. Gróðri er
þannig varið, að mest ber á birkiskógi „skreyttum reyni-
trjám“. En jaðrar hólmans, þar sem raklent er, eru vaxn-
ir hávöxnum, þróttmiklum gulvíði. Þar vaxa og þrjár
tegundir barrtrjáa, einir, greni og fura; grenið og furan
voru gróðursett árin 1911—1912 af U. M. F. „Þór“ í Eiða-
hreppi. Eitt grenitréð er vaxið upp af fræi. Hæstu fur-
urnar eru nú orðnar 2% m. og tvö grenitré hafa náð svip-
aðri hæð, en öll eru þau grennlulegri. Margt þessara nála-
trjáa vex orðið vel. Lengsti árssproti grenitrés sumarið
1937 er 33 cm. og bezti vöxtur hjá furu það ár var 43 cm.
Setja hin sígrænu barrtré á hólmann óvenjulegan svip og
valda skemmtilegri tilbreytni í gróðri hans.
En Eiðahólmi á fleiri klæði en skóginn einan. A björk-
in að vísu mestan þátt í skrúði hans, því í skjóli hennar
dafnar allur annar gróður, svo að segja. Þar vex blómstóð
svo fagurt, að óvíða hefi ég það fegurra séð og hvergi
fjölbreyttara á bletti jafn litlum. Björkin er verndarvætt-
ur þeirra smælingja íslenzkrar Flóru, sem hretviðri hrjá.
— Þegar vorar og birkið laufgast fara að gægjast upp úr
skógarsverðinum, auk margra annara, undurfögur, hvít
smáblóm sjöstjörnunnar, sem er ein af einkennisplöntum
Austurlands. Samtímis springa út reklar loðvíðisins. Síðar
verður undirgróðurinn krýndur blágresi um gjörvallan
hólmann. Gulmaðra, fíflar og sóleyjar eiga og sinn þátt
í snemmsumarsprýði hans. Þar vaxa flestar íslenzkar
lyngtegundir, og upp úr jörðinni stígur ilmur af reyrgresi.
Loks verður gagnger breyting á, þegar hvönnin blómgast.
Er hún tíguleg jurt.
’) Skýrsla um Alþýðuskólann á Eiðum 1935—1936, bjs, 33—35,