Viðar - 01.01.1938, Síða 59
Viðar]
Sveitaskólarnir og þjóðminjarnar.
Eftir Konráð Erlendsson.
Árið 1930 skrifaði ég grein í „Ársrit Nemendasambands
Laugaskóla“. Var yfirskrift greinarinnar „Gamall bær“.
Grein þessi var öðrum þræði ferðaminning. Var það form
valið til þess, að unglingarnir, sem hún var fyrst og
fremst ætluð til lestrar, læsu hana frekar, þótt þeir hefðu
ekki fyrir fram áhuga á því efni, sem hún fjallaði um. í
fyrri hluta greinarinnar lýsti ég nokkuð hinu merka og
víðkunna þjóðminjasafni Svía á Skansinum við Stokk-
hólm, bæði safninu sjálfu, tilgangi þess og almennu gildi
liðnum öldum, alls staðar, þar sem hann hefir komið bol-
magni við?
Eg held, að öllum, sem koma í Eiðahólma hitni um
hjartað, þegar þeir hugsa til þess, að svona fagurt gæti
Island verið allt, milli fjöru og fjalls, ef mennirnir ekki
stæðu í vegi þess.
Og mundu eigi slíkar hugleiðingar geta verið mönnum
hvöt til dáða? Eiðahólmi er einskonar Eden, þar sem jurt-
irnar hafa átt friðland. Hann er helgistaður Eiðamanna
og allra. Þar má enginn skerða blað á björk né rífa upp
blóm með rótum. Staður þessi á að njóta friðunar, um-
hyggju og verndar.
Þá getur hann á ókomnum tímum sýnt gestum sínum
uiynd af því, hvernið landið á að vera, og minnt þá á
heilaga skyldu allra Islendinga: Hann getur hvatt þá til
að klceða landið skógi.
Ritað í ágúst 1938.