Viðar - 01.01.1938, Page 60
58
SVEITASKÓLARNIR OG ÞJÓÐMINJARNAR [Viöar
slíkra safna fyrir hverja þjóð sem er. Benti ég á þá miklu
nauðsyn, sem væri á því, að við íslendingar eignuðumst
slíkt safn, þar sem sjá mætti okkar gömlu torfbæi í sinni
afar miklu fjölbreytni, sérstæða eins og þeir voru frá
byggingafræðilegu sjónarmiði, ásamt öllum þeim hús-
gögnum, sem í þeim voru jafnaðarlega, og öllum þeim
áhöldum, sem notuð voru við sveitabúskapinn allt fram á
vora daga. Beindi ég orðum mínum sérstaklega til nem-
enda frá Laugum og beindi sérstaklega til þeirra ósk um,
að þeir söfnuðu uppdráttum af þeim torfbæjum, sem enn
væru til í grennd við þá og sendu Laugaskóla uppdrætt-
ina til varðveizlu.
Síðan sú grein var skrifuð eru nú liðin 8 ár, og þeir
fáu, sem lásu hana, hafa nú fyrir löngu gleymt henni. En
málið, sem hún fjallaði um, er enn óleyst og hefir að engu
leyti tapað gildi sínu. Einungis er nú dýrmætur tími glat-
aður og mörg tækifæri úr greipum gengin, sem aldrei
koma aftur. Árangur greinarinnar varð meðal nemend-
anna enginn, enda bjóst ég ekki við miklu, því að ég
þekki íslenzka tómlætið. En þó var greinin betur skrifuð
en óskrifuð, því að hún varð til þess, að gamall bóndi,
Ingjaldur Jónson í Garðshorni í Kinn, gaf skólanum
nokkra gamla muni, sem hann hafði safnað. Eru sumir
þeirra harla merkilegir, og mikill fengur í því að hafa
fengið þá, og vonandi, að það verði til þess að forða þeim
frá eyðileggingu.
Þetta er nú saga þessa máls hér á Laugum. En þótt það
sé máske nú að verða eftir dúk og disk, vil ég þó aftur
vekja máls á þessu efni, og beina máli mínu til sveita-
skólanna allra, hvort sem þeir nefnast héraðsskólar,
bændaskólar, húsmæðraskólar eða einhverju öðru nafni.
Verður það að sjálfsögðu að mestu endurtekning þess,
sem ég hefi áður sagt, en það gerir ekkert til.
Við íslendingar höfum löngum stært okkur af því, að
við værum geymnir á gamlan fróðleik og þjóðlegan. Þetta
er heldur ekki gortið eitt, þótt nokkuð sé það orðum auk-