Viðar - 01.01.1938, Page 61
Viðar] SVEITASKÓLARNIR OG ÞJÓÐMINJARNAR
59
ið og meira í orði en á borði. Við höfum yfirleitt gaman
af að heyra sagt frá eða lesa um liðna atburði og fá lýs-
ingar á liðnum mönnum, hugsunarhætti þeirra, störfum
og lifnaðarháttum. Ættvísi hefir dafnað vel hjá okkur, og
við söfnum þjóðsögum og munnmælum af miklu kappi;
„þjóðleg fræði“ eru mjög í heiðri höfð, að minnsta kosti
í orði. Ætla mætti, að slík þjóð væri mjög á verði um það
að láta ekkert það glatast, sem verða mætti til þess, að
komandi kynslóðir gætu öðlazt sem fyllsta þekkingu og
gleggstan skilning á lifnaðarháttum og menningu okkar,
sem nú lifum. Við viljum gjarna skyggnast aftur í tím-
ann; við ættum að geta skilið það, að á eftir okkur koma
menn, sem einnig vilja vita nokkuð um þá, sem á undan
þeim hafa lifað. Og okkur ætti að vera ljúft að greiða
götu þeirra. Það er náttúrlega gott að skrifa um hlutina.
Það er gott, að sem flestir láti eftir sig nokkrar upplýs-
ingar um sína samtíð og um það, hverjum augum þeir
litu á viðburðina, þegar þeir voru að gerast. En það er
ekki nóg. Sjón er jafnan sögu ríkari. Þess vegna er það,
sem frá fortíðinni geymist, bezta og ólygnasta vitnið um
menningu þess tíma. Og þótt við séum ríkir af fornsögum,
erum við ekki að sama skapi auðugir af fornminjum.
I áðurnefndri smágrein gerði ég byggingarnar sérstak-
lega að umtalsefni. Eins og kunnugt er, eigum við engar
byggingar, sem fornar geti kallazt, og liggja til þess eðli-
legar orsakir. Efni það, sem við höfum byggt úr allt fram
að síðustu áratugum, var ekki þannig, að húsin gætu stað-
ið lengi. Þess vegna bera mörg hin gömlu höfuðból svo
lítil merki sinnar fornu frægðar. Og um þær litlu minjar,
sem þar hafa verið, hefir verið illa sýslað. Tóttarbrotin
hafa ekki fengið að hafa frið. Yfir þau hefir verið jafnað,
til að auka og prýða túnin. Næsta kynslóð veit því ekki
einu sinni, hvar þær fornfrægu byggingar hafa staðið,
hvað þá, hvernig þær hafa verið. Byggingarstíll okkar
hinn innlendi var, hvað sem annars má um hann segja,
alveg sérstæður. Hann var skapaður af þeim staðháttum,