Viðar - 01.01.1938, Page 63
Viðar] SVEITASKÓLARNIFÍ OG ÞJÓÐMINJARNAR 61
verið nefndur og er eign ríkisins. Ekki má gleyma því,
að það eru ekki bæjarhúsin ein, sem eru þess virði, að
þeim sé gaumur gefinn. Peningshúsin taka ekki síður
breytingum. Þess vegna þarf líka að varðveita vitneskj-
una um það, hvernig gerð þeirra var t. d. á því herrans
ári 1900. Nú eru peningshúsin færð saman; áður voru
þau dreifð út um allt tún. Eitthvað mun vera til af upp-
dráttum af túnum frá fyrsta og öðrum tug þessarar ald-
ar, er sýna legu peningshúsanna, en varla sýna þeir
meira. Þetta allt þurfa þeir að athuga, sem meira kynnu
að vilja gera en hugsa um málið.
En það eru ekki húsin ein, sem eru breytingum undir-
orpin. Breytingarnar á vinnhuáttum öllum á síðustu
þremur áratugum eru, eins og öllum er kunnugt, meiri en
áður hafði orðið á mörgum mannsöldrum. Ekki hægt og
hægt, heldur svo að segja í einu vetfangi hafa búshlut-
irnir, sem notaðir höfðu verið öld eftir öld nákvæmlega
af sömu gerð, orðið úreltir og aðrir þeim algerlega ólíkir
komið í staðinn. Þessi bylting í menningarsögu okkar er
svo stórfelld, að hennar mun lengi minnzt verða. En
óglögg verður sú mynd, sem seinni tíma menn fá af æsku-
dögum okkar, sem nú erum yfir miðjan aldur, og lífi
manna hér á landi þá, ef lýsingar okkar einar eiga að
nægja. Þar þarf sýnileg og áþreifanleg tákn til.
Þau verkfæri, sem daglegu störfin voru unnin með, og
þau húsgögn, sem voru í gömlu baðstofunum, mega ekki
glatast. Það er fleira en sverð og bardagaaxir, sem kalia
má forngripi. Og margir þeir hlutir, sem til voru á hverju
sveitaheimili fyrir 50 árum, eru nú að verða forngripir.
Þeir, sem frá barnæsku hafa séð þessa hluti sem virkan
þátt í máske erfiðri vinnu, finna ekki, að neitt sé merki-
legt við þá. Þeir gleðjast einungis yfir því, að annað
betra er komið í staðinn. Og það er eðlilegt, að þeir vilji
losna við það, sem ekki er lengur hægt að nota til neins,
ekki er húsrúmið svo mikið, að vert sé að fylla það með
).gömlu skrani“. Þess vegna eru gömlu munirnir eyðilagð-