Viðar - 01.01.1938, Síða 64
62
SVEITASKÓLARNIR OG ÞJÓÐMINJÁRNAR [Viðar
ir jafnóðum og þeir verða óþarfir. Ekki er hugsað út í
það, að þetta er máske síðasti hluturinn sinnar tegundar
í allri veröldinni. Breytingin er svo ör, að við festum
varla auga á því, sem er að gerast. Eg var orðinn 14 ára,
þegar ég sá fyrst skilvindu. Börn mín hafa aldrei séð
mjólkurbakka né rjómatrog. Tágahöft, sem notuð voru á
hesta fram á mín fullorðinsár, hef ég ekki séð í mörg ár.
Svona mætti lengi telja, en það hefir enga þýðingu. Hver
sá, sem um þetta hugsar, glöggvar sig á því, um hvað hér
er að ræða.
Um marga þá hluti, sem hér um ræðir, má náttúrlega
segja, að hægur vandi sé að smíða aðra slíka, svo að segja
hvenær sem er, því að varla hverfi vitneskjan um það,
hvernig slíkir hlutir hafi verið, svo úr sögunni, að slíkt
verði óframkvæmanlegt. Það getur satt verið, þótt því sé
vart treystandi.
En slíkir gervihlutir verða aldrei þjóðminjagripir í eig-
inlegri merkingu. Það hefir meiri veruleikablæ að skoða
þann hlut, sem smíðaður hefir verið í því skyni að gera
sitt gagn og virkilega hefir verið notaður, heldur en þann
hlut, sem smíðaður hefir verið til þess eins að vera sýn-
ingargripur, þótt lagið sé hið sama. Slitinn hornspónn
færir okkur betur aftur í þann tíma, þegar hornspænir
voru notaðir, heldur en gljáfágaðir spænir, sem kaupa má
í búðum og auðsjáanlega hafa aldrei komið í snertingu
við súrt sauðamjólkurskyr né heitar baunir. Ég hefði nú
gjarnan viljað eiga ask þann, sem til var heima hjá mér,
þegar ég var barn og afi minn hafði borðað úr, þótt ég
virði varla viðlits þá fagurlega útskornu og póleruðu
aska, sem nú eru hafðir sem híbýlaprýði.
Þótt torfbæirnir gömlu séu nú farnir veg allrar verald-
ar, er 'enn til ógrynni af allskonar búshlutum, sem þó
brátt munu hverfa úr sögunni. Hér er því enn viðfangs-
efni, sem auðvelt er að leysa, ef vilji er fyrir hendi. Ég
geri ekki ráð fyrir, að framkvæmanlegt sé fyrir héraðs-
skóla að koma upp bæ í gömlum stíl með öllum húsbún-