Viðar - 01.01.1938, Page 65
Viðar] SVEITASKÓLARNIR OG ÞJÓÐMINJARNAR 63
aði og búsáhöldum, í líkingu við bæinn á Skansinum við
Stokkhólm, þótt gömlu munirnir nytu sín óneitanlega
bezt í slíku umhverfi. En það ætti ekki að vera skólunum
ofætlun að eignast verulegt safn slíkra gripa, sem ég hef
talað um hér að framan. Flestir þeirra mundu ekki kosta
mikið sjálfir, svo að húsrúmið fyrir þá og hirðing þeirra
væri aðalkostnaðurinn. Mestu skiptir náttúrlega, hvort
menn álíta, að verndun slíkra hluta, og skoðun þeirra,
hafi nokkurt gildi eða ekki.
Og nú spyr ég enn: Hvað segið þið, góðir starfsbræður
og góðar starfssystur, um þetta mál? Viljið þið nokkuð
fyrir það gera, eða eigum við að láta allt danka eins og'
verkast vill? Eða finnst ykkur þetta máske vera hégóma-
mál, sem ekki sé þess virði, að um það sé eytt orðum?
Ég ætla ekki að fjölyrða frekar um þetta. Ef einhver
vill vita nánar um mitt álit, getur hann flett upp í 5. árg.
Ársrits Nemendasambands Laugaskóla. Þar gerði ég
þessu fyllri skil.
Fyrir nokkrum dögum var gegnum útvarpið flutt er-
indi um þetta efni. Kann ég þeim þökk, er það flutti. En
af því að jafnvel það, sem ríkisútvarpið flytur, getur farið
inn um annað eyrað og út um hitt, fannst mér ekki frá-
leitt að vekja máls á þessu í þrengri hring.
Ritað á Egidiusmessu 1938.