Viðar - 01.01.1938, Side 67
Gimsteinadjásnið.
Eftir Per HállstrÖm.
Per Hallström fæddist i Stokkhólmi 1866. Hann var einn af braut-
ryðjendum ný-rómantisku stefnunnar í Svíþjóð á siðasta tug aldar-
innar, sem leið. Hann hefir skrifað bæði Ijóð og leikrit. En einkum
hafa smásögur hans aflað honum vinsælda og sett hahn á bekk með
ágætustu rithöfundum Svía. Frumleiki, samúð og skilningur á mönn-
unum og sálarlífi þeirra eru einkenni lians. Fáir sænskir höfundar
skrifa á gagnfegurra máli. Þýð.
Hér er undarlegt að vera, vorið umhverfis mig, vorið,
sem gagntekur allt, skynjanlegt í hverjum sólgeisla-
bjarma, þó að ég. loki augunum og sjái ekkert, í ilmi hvers
andardráttar, þó að ég ógjarna vilji teyga það, umhverfis
mig aðeins vor — og þó er ekkert vor í huga mér.
Ekki ennþá, en ef til vill skil ég það betur en aðrir, á
annan hátt.
Fyrir öðrum er það nýtt, þeir hafa séð það áður, en
gleymt því, þeir hafa beðið eftir því, en þegar það var
komið, var það undraheimur, ókunnur og óvæntur; menn-
irnir lyftust á vængjum þess í hrifningu, þeir trúðu
hverju orði, sem það hvíslaði í eyra, þeir hlógu með því,
sungu með því, að þeim komumst engar efasemdir. Þann-
ig var mér farið áður, fyrir ári síðan — okkur báðum.
En nú skil ég vorið betur og elska það ekki minna —
hví skyldi ég ekki elska það, svona hverfult, hreint og
fagurt? Ég skynja dulda angurblíðu þess. Ef ég þekkti
ekki og hefði ekki kannað hyldýpi sorgarinnar, sem er
að baki vordraumunum, gæti ég ekki skilið, að í ein-
skærri gleðinni verður ekkert svo fagurt sem þetta; það
hlaut að verða samofið sársauka, til þess að ljóma svo og
bærast og láta hjarta mitt hrærast með. Er til þess ætlazt,
að við aðeins njótum gleðinnar; verðum við ekki þreytt
á því eins og alltof sterkum lit, verður það ekki innihalds-
5