Viðar - 01.01.1938, Side 68
66
GIMSTEINADJÁSNIÐ
[Viðar
laust líf, söknum við ekki þeirra heima hugsananna og
draumanna, sem fullnægja því bezta og göfgasta í mann-
inum? — Nei, nú fyrst skil ég vorið.
Ég geng án afláts í rökum sandinum og þramma aftur
og aftur yfir mín eigin spor, hugsa aftur og aftur hugsan-
ir mínar, sömu minningarnar birtast mér, horfa á mig
með blíðu brosi, kinka kolli, taka í hönd mína og sleppa
henni aftur.
Kirsiberjablómin hafa þegar fellt flest sín hvítu blöð,
sem liggja ennþá fersk og létt á mörkinni og veröndinni;
eplatrén standa í fagurri, rósrauðri dýrð, eins og fríðustu
brúðir standa þau þarna; himininn fyrir handan þau ei
svo blár sem hann getur verið, en ber þó ennþá nokkurn
blæ af frosti. Bjarkirnar í skóginum eru léttar sem ský —
furða, að þær skuli ekki svífa á burt, hverfa! — En barr-
trén eru ennþá skuggaleg, eins og þegar þaut í þeim yfir
bláhvítum snjónum. Blómin við fætur mér tala til mín
skýru máli um það, hve tómlegt hér hafi verið síðan hún
fór, hve tómlegt hér sé enn — þar eru bellisar, rauðir og
hvítir, sem jörðin vill hafa handa sér sjálfri og lætur þa
því vera svona litla og látlausa, þar eru sverðliljur, sem
hneygja krónurnar, og sjá hve hér er eyðilegt.
Allt er þetta svo átakanlega angurvært um leið og það
er ungt og hreint; blekking vorsins, sem grunar, að það
verði að deyja, aðeins grunar það og lætur veruleikann
víkja fyrir draumunum.
En sjálfur sé ég þetta ekki, skynja aðeins við og við
áhrifin, veit, að þetta er svona, og að þrösturinn rýfur
þögnina þarna. Ég geng og hugsa um hana, sem var hér
í haust, en er ekki lengur, geng og hlusta á bergmálið
af rödd hennar, eins og ég heyrði hana síðast.
Ég var hjá henni á meðan hún var frísk, hún hafði
trúað á mig, lifað fyrir mig, verið ljósgeislinn minn —
svo nálgaðist dauðinn — hver var þá hjá henni? Hún
vissi ekki, að hann væri að koma, en hugarró hennar
raskaðist, eins og hún bærðist fyrir vindhviðum í áttina