Viðar - 01.01.1938, Qupperneq 72
70
GIMSTEINADJÁSNIÐ
[Viðar
eins ofskynjun. En þess getur einnig gætt á daginn í sól
og gliti, voldugt, ofvaxið mannlegum mætti.
En þetta vor var alls enginn fögnuður, ekki heldur von-
ir, aðeins möguleikar til að þjást — en einnig til. að
dreyma!
Chérie var orðin svo veik, það var hættulegt að hún
vissi það. Föl inni í stofukyrrðinni með ilmi hvítra jasinta
í loftinu, sem hjúpaði mann. Ég kom heim með blóm,
rósastofna með litlum blöðum. Hún leit á þá brosandi,
þreytulega.
„Til hvers er það?“ sagði hún.
„Úr þeim verða rósir, sem þér þykir svo vænt um“.
„En ef það verður ekki nógu fljótt?“
„Vissulega, vissulega verður það, þessi verður bleik
með rauðum blæ, það er la France, þær hafa vorið fram-
undan, vissulega blómgast þær“.
En vissa mín gaf litla von; þar eð ég trúði á blómin og
tók ekki til greina hennar skoðun, gat hún táldregið sjálfa
sig. En þetta með blómin gat líka verið bragð, til þess að
fá hana til að vona og styrkjast við það, ef til vill alveg
að árangurslausu, — í augum hennar var tortryggrii.
Þetta var ekki nóg til að fá hana til að trúa. Ég leitaði
og hugsaði, reyndi að vera glaður, það var eina leiðin að
viðhalda von hennar.
Að lokum datt mér nokkuð í hug.
A meðan hún var frískari og gat gengið úti, hafði hún
oft á kvöldin staðnæmst og hallað sér upp að mér úti fyr-
ir glugga á skartgripaverzlun — rjóð og fögur laut hún
áfram með barnslega, ljómandi gleði í augunum yfir öll-
um fallegu hlutunum þar. Einkum var það brjóstnál, sem
heillaði hana alltaf, brjóstnál í fiðrildislögun með leiftur-
steinum, demant við demant á öllum vængjunum, það
léttasta og mest leiftrandi, sem til er.
„Sérðu þessa nælu“, hafði hún sagt, „ef við værum rík,
þá hefði ég viljað eignast hana —“ hve angurvær tónn í