Viðar - 01.01.1938, Page 74
72
GIMSTEINADJÁSNIÐ
[Viðar
mér, sjúkum ,vesalingi!“ Síðan þreytuleg, hlý gleði; loks
opnaði hún lokið til að skoða.
Fiðrildið hennar, djásnið, sem hana hafði varla getað
dreymt um, glitraði og ljómaði út frá sér loftið umhverfis
hana. Tárin brutust fram, tindrandi demantar! Hvernig
gat það verið? Hún stóð á öndinni af undrun, ég óttaðist,
að það sakaði hana, svo veil sem hún var. En það varð
ekkert nema gleði og þakklæti, takmarkalaus gleði, létt
eins og leikur fiðrildis í sólskini, brennheit ást, allar þær
hugrenningar, sem ég hafði átt von á.
Eftir því gat ástand hennar ekki verið svo slæmt, þar
sem ég ef til vill trúði, að henni batnaði, hafði sýnt það,
með því að féfletta sjálfan mig og gefa henni það, sem
hún óskaði sér af hjarta. Þessvegna átti hún að lifa áfram
á sinni kæru jörð, hjá mér og sínum fagra dýrgrip. Og
gleði hennar kom á móti mér, eins og tærir, hoppandi,
hvíslandi tónar frá uppsprettulind.
Það hafði tekizt, eins og' ég bjóst við; hún efaðist ekki
vitund framar, nærði aðeins fagrar, hlýjar hugsanir. En
mér var þetta erfitt og sárt, því ég vissi nú þegar, að það
var tæpast nóg að halda von hennar við, hún væri éigi að
síður dæmd. Vissulega var Þyrnirósa mín lokuð inni í
æfintýraskóginum nú, beið svefnsins án þess að vita það,
brosti við rósunum kring um sig, sem áttu að verða vegg-
ir umhverfis eilífan frið.
Því nú missti hún aldrei vonina um bata, óttaðist aldrei
að yfirgefa mig, hreyfði ekki við þeim köldu gátum, sem
skynsemin aldrei getur ráðið.
Svo lagðist hún alveg í rúmið, en hún hafði demanta-
fiðrildið hjá sér, horfði alltaf á það, lét það í hárið þegar
það var greitt, og alltaf rak það hræðsluna á flótta — hún
ætlaði að verða frísk aftur, það var eins víst og að þetta
voru gimsteinar, — hún ætlaði ávallt að bera djásnið og
vera hreykin af því.
Þótt hún yrði æ veikari og hefði stundum verki, var