Viðar - 01.01.1938, Síða 75
Viðar]
GIMSTEINADJÁSNIÐ
73
hún alltaf jafn glaðvær á milli — hafði hún ekki djásnið
sitt á borðinu þarna og gat séð það glitra?
Það var meira en kjörgripur hennar, það var lýsandi
vissa um, að hamingjan mundi sigra að lokum, að skiln-
aður var ekki til, að ástin mundi bjóða öllu byrginn og
búa glöð í sólskini. Fiðrildisvængirnir, sem glóðu og geisl-
uðu í þúsundum Ijósbrota, gáfu hugarvængjum hennar
sinn frið, kyrrð og hvíld. Og hún fann enga æðandi storm-
sveipa, en átti mörg ástúðleg orð handa mér, hrærandi
elskuleg í sínum veika hljómi, en þó var sárt á þau að
hlýða.
Þegar sá tími kom, að segja átti henni frá því að endir-
inn væri að nálgast, þá var hún of þreytt til að skilja það,
hló og vildi ekkert heyra, vildi liggja og finna stutt og
hæg vængjatök draums síns. Þau voru orðin styttri og
lamaðri, án þess hún tæki eftir því.
Það var um kvöld, ég hélt í hönd hennar og hún þrýsti
mína, vildi aðeins hafa mig hjá sér og gat ekki skilið, hví
aðrir voru alltaf inni í herberginu en lét sér annars á
sama standa um það. Ofan á sænginni vildi hún hafa
fiðrildið sitt og horfði ástúðlega á það og mig.
Eg laut niður og lét í ljós, — ég veit varla hvað, — ást-
arorð, iðrun yfir áformi mínu, blíðu og trega, en í öllu
skildi hún aðeins undirspil kærleikans, ekkert annað,
brosti við mér á meðan varirnar hlýddu en lét það sama
í Ijósi seinna með augunum einum. Við og við staðnæmd-
ust þau á djásninu hennar, þar sem það ljómaði og
gneistaði stjörnuljósi. Ég vissi, að hugsanir hennar, ef hún
hafði ennþá vald yfir þeim, léku sér að þessum hugtök-
um tveimur: gjöf mín og ég, vonin og ég, hamingjan og
ég. Bragð mitt hafði heppnazt of vel, það ætlaði næstum
að deyða mig.
Þetta hafði töfrað huga hennar, gripið sál hennar, hún
hafði ekki rúm fyrir annað en vonina; og nú brosti hún
íneð augunum, en það var sárast af öllu.
Allf í einu birtust í þeim ljósbrigði, leitandi sjónleysi