Viðar - 01.01.1938, Side 77
Viðar]
En ef skipið kæmi —
Eftir Guðmund Daníelsson.
Bærinn fer að skjálfa, þegar regn um stiginn streymir
og stormur brýzt um þök
og nóttin eilíf svelgir þann dag, sem geislann geymir,
og góustráin dreymir
í garðsins mold um vorsins vængjatök.
Og húmið verður dýpra en höfin þau, sem rísa
og hrynja upp við sker.
Og það er fullt af öflum, sem ekki er hægt að lýsa,
sem öfugt stefnur vísa
þeim göngumanni, er gætir ekki að sér.
En stundum, þegar kvöldar og rokið löndin lemur
og leikur sjóinn hart,
þá skeður þetta undur, að konan unga kemur,
kyssir mig og nemur
hug minn upp í heiðið silfurbjart.
léttbæra og geislandi í minningu hennar. Og ég íhuga,
eins og hún, um hið nýja, hið ókunna eftir dauðann, hvort
það er eins og hugurinn kýs, eða —
Og ég hugsa um vorið, vorið umhverfis mig, sem ég
skil svo vel nú, og þessi síðasta, óttalega þungbæra stund
verður léttbær, mjúk og fögur, eins og henni hæfir; og
fyrir sjónum mínum er sem leiftri af vængjum gimsteina-
fiðrildisins hennar.
Þóroddur frá Sandi íslenzkaði.