Viðar - 01.01.1938, Page 78
[Viðar
Trúin á manninn.
(Flutt þegar Núpsskólinn var þrítugur).
Eftir Halldór Kristjánsson.
Skólinn okkar, — Núpsskólinn, er orðinn þrítugur.
Mannsaldur er liðinn síðan sr. Sigtryggur Guðlaugsson
hóf hér skólastarf. Og nú blasir hér við augum sýnilegur
árangur viðleitninnar og starfsins, þar sem eru skólahús-
in, og það, sem þeim heyrir til. Við heyrum, hversu dýrt
eignir skólans eru virtar í krónutali o. s. frv. En við höf-
um engar skýrslur um allar áhyggjur forystumannanna
og star'f þeirra utan talinna vinnustunda. Eriginn hefir
talið saman og enginn getur reiknað út öll þau framlög,
sem greidd hafa verið til skólans í rækt og umhyggju. En
hitt vitum við, að margur hefir einhverntíma neitað sér
um makindi, þægindi eða eitthvað slíkt vegna þessa skóla.
Og sumir, — og þeir eru margir, — hafa sýnt áhuga sinn
og vilja með fjárframlögum af litlum efnum. Hér hefir
fólkið byggt skóla sinn af fátækt sinni.
En alltaf á þó sefjun mín og sæla von á grandi,
því sál mín kvíðir því,
að komi skip úr 'hafi og sigli upp að sandi
og síðan burt frá landi
með vin, sem gerði vetrarkvöldin hlý. —
En þá — er vorið kæmi með sól og bláan bjarma
og blóm í hverja laut,
ég syngi inn í gleymskuna forna, hljóða harma
og horfna, ljósa arma,
sem særinn mikli og skipið báru á braut.