Viðar - 01.01.1938, Page 79
Viðar] TRIJIN Á MANNINN 77
Vissulega eru þeir til, sem telja þetta ósnjallt ráð og
slæma eyðslu. En forystumenn skólamálsins hafa trúað á
uppeldið, trúað á manninn. Og fólkið hefir trúað með
þeim. Trúin sést af verkunum. Hér hefir trúin byggt al-
þýðuskóla.
Það er þessi trú, trúin á manninn, sem er hjartaþráður
allrar menningar. Hvar sem við grípum niður ber allt að
einum brunni. Hvar sem göfug hreyfing vex og þróast, er
það trúin á manninn, sem ber hana uppi og gefur henni
ljóma og líf. Það er sú trú, sem er undirómur allrar sið-
fræði og göfugrar lífsspeki. Það er sú trú, sú skoðun, sú
tilfinning, að maðurinn beri í brjósti sér skilyrði til mikils
þroska og mikillar gæfu. Það er sú skoðun, að manneðlið
hafi möguleika til mikillar fegurðar og fágunar. Það er
óðs manns æði að leggja í vonlausa viðleitni. Það er von-
in, sem leiðir menn og laðar. Blys vonarinnar er hið eina
ljós, sem megnar að lýsa og ljóma upp veg óvissunnar
og framtíðarinnar. En blys vonarinnar verður hvergi
kveikt nema á arni trúarinnar.
Þannig er trúin á manríinn nauðsynleg undirstaða allr-
ar mannbótastarfsemi og menningarviðleitni. Þannig er
trúin á manninn leiðarstjarna okkar allra. Það er sú leið-
arstjarna, sem hefir lýst frá örófi alda og fram á daginn í
dag. Og ennþá sendir þessi sama leiðarstjarna geisla sína
yfir hríðarbakka og þrumuský ójafnaðar og stéttahaturs.
Með þessu er ekki hallað á nein sérstök trúarform eða
trúarflokka. Og ekki er heldur gert lítið úr guðstrú mann-
kynsins. En á það vil ég benda, að gleðiboðskapur guðs-
trúarinnar er að vissu leyti trú á manninn og möguleika
hans. Og það er einmitt þetta, sem gefur guðstrúnni gildi,
að hún rúmar trúna á manninn. Og um kristindóminn er
það að segja, að hann byggist á möguleikum mannsins.
Kristindómurinn er trú á manninn. Trúin á manninn er
kristindómur. í því sambandi má minna á orðin: Farið og
gerið allar þjóðir að lærisveinum. Með þesu er sett tak-
rnarkið að þroska allar þjóðir, alla menn. Þannig eru