Viðar - 01.01.1938, Qupperneq 83
Víðarj TRtJIN Á MANNINN 81
soramark stefnuleysis og skammsýni. Það rennur svo
margur af hólmi.
Trúin á manninn er sönn, og það er mergur málsins.
Við höfum séð, hvernig gott félagslíf og drengilegt starf
mótar mennina. Við höfum orðið vitni að því, hvernig
kraftaverk geta gerzt. Þau gerast ennþá allt í kringum
okkur. Það hefir stundum náðst svo góður árangur í
mannrækt, að það nægir til að fylla hugi okkar af hrifn-
ingu og dásömun og gefa okkur stóra drauma. Við vitum
það, að hið innra með mönnunum býr mikið lífsafl og
voldugt, afl, sem þeir kunna yfirleitt lítil tök á, en sem
brýzt þó stundum fram á áhrifamikinn hátt.
Trúin á möguleika mannsins er sönn trú. Spilltir erfða-
siðir, lífsvenjur og lifnaðarhættir eru hlekkir um fætur
fólksins. Arfurinn verður mörgum til falls. Gömul tízka
í hugsun og háttum fylgir okkur ennþá úr myrkri forn-
aldar. Við þetta þarf að berjast og á þessu þarf að sigrast.
Því eru skólar byggðir og reynt að vanda til uppeldis.
Trúin á manninn var sú stjarna, sem brann yfir byggingu
þessa skóla. Hann var reistur í þeirri trú, að mennirnir
ættu betra skilið en þeir hlutu og að þeir gætu gert hlut
sinn betri, ef betur væri vandað til uppeldisins. Þessi
hugsun, þessi skoðun, þessi trú, hefir staðið bak við allar
skólabyggingar okkar. Því eru skólarnir musteri lífsins.
Þeir eru það vegna uppruna síns og þess hugarfars, sem
byggði þá. Þeir eru það vegna tilgangs síns, að gefa fólk-
inu áhugamál og víðsýni, svo að það lifi 'betur og fegur.
Okkur er ljúft að heimsækja slík musteri lífsins til að
gleðjast yfir því, sem gert hefir verið og gleðjast yfir því,
sem við eigum að gera í trúnni á manninn.
(Höf. var nemandi Núpsskóla' 1928—1929. Erindi þetta átti að
birtast í fyrra en varð þá, ásamt fleiru, að biða vegna þrengsla.
Ritstj.
6